Samfélagið hér, bæjarbúar sem og aðrir landsmenn eru stórlega að líða fyrir þennan skrípaleik

Guðmundur Þ.B. Ólafsson skrifar

12.Maí'11 | 15:29
Sælir ágætu viðtakendur!
 
Samfélagið hér í Vestmannaeyjum er á öðrum endanum, vegna samgöngumála og skal engan undra.
 
Miðað við þann upplýsingaskort sem Vestmannaeyingar sem og aðrir landsmenn búa við, vegna stöðu mála með siglingar í Landeyjarhöfn, hlýtur það ástand að koma ykkur verulega á óvart.
 
Misvísandi fregnir hafa verið um stöðu mála í Landeyjarhöfn m.a. varðandi dýpi, dýpkunarþörf og siglingar, eða réttara sagt siglingaleysi Herjólfs.
 
Nú er svo komið að Herjólfi er siglt eftir flóðatöflu, á sama tíma og sagt er í fjölmiðlum að Skandia geti ekki unnið að dýkunarframkvæmdum því hún sé biluð, bundin við bryggju í Vestmannaeyjum og síðan er sagt að Skandia hafi lokið dýpkun og þess vegna sé hún ekki við framkvæmdir í Landeyjarhöfn.
 
Nú er mál að linni í þessari endaleysu.
 
Samfélagið hér, bæjarbúar sem og aðrir landsmenn eru stórlega að líða fyrir þennan skrípaleik, sem ég kalla svo að nefna.
 
Það gengur ekki að skipstjórnendur á Herjólfi vísi til þess að of grunnt sé til siglinga á sama tíma sem dýpkunarskipið er bundið við bryggju, þrátt fyrir hagstæð skilyrði til dýpkunar.
 
Reyndar er Skandia hvergi sjáanleg í Vestmannaeyjahöfn þessa stundina og því vonandi að dýpka í Landeyjarhöfn og takist það án bilunar eða stóráfalla.
 
En er það til of mikils mælst að gefnar verði tæmandi og skilmerkilegar upplýsingar um stöðu mála, hvað sé framundan og við hverju sé að búast?
 
Ég leyfi mér að setja fram þá frómu ósk að þessu ástandi fari að ljúka og lái mér það hver sem vill.
 
 
 
Erindi þetta er sent Siglingamálastofnun og Eimskip.
 
 
 
Bestu kveðjur
 
 
 
Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
 
íbúi í Vestmannaeyjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.