Ljót árás á Pál Scheving

11.Maí'11 | 09:41
Smáfuglarnir undrast árásir lélegri fjölmiðla á Pál Scheving, formann þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum. Slappir blaðamenn sem lítið hafa um að fjalla þessa dagana hafa sleppt sér í skrifum um Pál og athugasemdir hans við þá staðreynd að nauðganir sé uppblásnar í fjölmiðlum. Markmiðið er að sverta mannorð Páls í nafni pólitískrar rétthugsunar. Getur verið að Páll hafi eitthvað til síns máls? Í Eyjafréttum sagði:
Málið [má] rekja til trúnaðarbrests sem varð fyrir sautján árum í kringum Þjóðhátíð í Eyjum milli þjóðhátíðarnefndar og Stígamóta. Árið 1994 hafi Stígamót, að mati Eyjamanna, farið offari í að útmála Þjóðhátíð sem gróðrastíu nauðgana. Fullyrðingar Stígamótakvenna í fjölmiðlum um fjölda afbrota hafi ekki staðist og fullyrðingar þeirra um að hópur nauðgara væri á leið ti Eyja hafi skaðað hátíðina.
 
Ef satt reynist er ekki skrítið að eyjamenn setji spurningamerki við Stígamót. Með því eru þeir ekki að setja spurningamerki við aðhlynningu fórnarlamba ofbeldisglæpa heldur þær konur sem stjórna Stígamótum. Þær eru ekki frekar en nokkur annar hafnar yfir gagnrýni enda bendir flest til þess að þær hafi farið offari. Hvernig er annars hægt að kalla þjóðhátíð gróðrastíu nauðgana en ekki venjulegt föstudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur?
 
Um leið og einstaklingar eða samtök þeirra eru hafin yfir gagnrýni þá er illt í efni. Smáfuglarnir héldu að ef Íslendingar hefðu lært eitthvað af bankahruninu þá væri það kannski sú staðreynd. En árásirnar á Pál Scheving benda ekki til þess.
 
Páll hafði kjark í sér til að segja stopp við pólitískri rétthugsun þar sem aldrei má efast um starfshætti samtaka á borð við Stígamóta. Páll er ekki með því að gera lítið úr þeirra starfi eða með nokkrum hætti að halla á fórnarlömb nauðgana. Það er einfaldlega með nauðganir eins og aðra ofbeldisglæpi að mörgum finnst nóg komið þegar fréttir eru ýktar og helstu fréttir af 20.000 manna útihátíð skuli snúast um þann eina ofbeldismann sem framdi þar glæp í skjóli nætur.
 
Er nema eðlilegt að þeir sem standa að stærstu hátíð Íslands á hverju ári, sem tekist hefur frábærlega ár eftir ár, skuli telja það óréttláta umfjöllun um hátíðina að segja hana „gróðrastíu nauðgana“? Dæmi hver fyrir sig.
 
tekið af amx.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.