Eyjamenn hirtu stigin í afmælisveislunni

11.Maí'11 | 23:54
ÍBV lagði Val að velli í þriðju umferð Pepsi-deildar karla að Hlíðarenda í kvöld 1-0 og spillti þar með afsmælisstemmningu Hlíðarendapilta, sem í dag fagna 100 ára afmæli sínu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var rekinn af leikvelli undir lok fyrri hálfleiks, en gestirnir gáfust ekki upp og Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Leikur Vals og ÍBV var í nokkru jafnvægi framan af fyrri hálfleik, Valsmenn þó ívið sterkari og líklegri til afreka og afmælissveinarnir fengu ágæt tækifæri til að skora, einkum á upphafsmínútum leiksins. Þá vantaði hins vegar að reka smiðshöggið á álitlegar sóknarlotur og það verður ekki af Eyjamönnum tekið að þeir voru þéttir og fastir fyrir. Gestirnir létu svo meira til sín taka þegar leið á hálfleikinn, nýi maðurinn Bryan Hughes var á köflum frísklegur, en skarð var höggvið í þeirra raðir undir lok fyrri hálfleiks þegar Tryggva Guðmundssyni var vísað af leikvelli fyrir að slá til Hauks Páls Sigurðssonar.
Heldur var fjörið minna í síðari hálfleik, Valsmenn virkuðu ósannfærandi og kraftlitlir og þeim gekk bölvanlega að skapa sér færi. Eyjamenn börðust enn af margrómuðum krafti og létu hressilega til sín taka rétt í þann mund sem venjulegum leiktíma lauk. Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk þá boltann rétt fyrir utan teig Valsmanna, sveiflaði vinstri fætinum af stóískri ró og límdi boltann upp í markhornið fjær. Stórglæsilegt mark. Valsmönnum gafst ekki tími til að skapa sér færi á lokaandartökunum og Eyjamenn fögnuðu því sætum sigri að Hlíðarenda, 1-0.
 
Valur:
Markskot: 5 – þar af 1 á markið
Hornspyrnur: 12
Spjöld: Halldór Kristinn Halldórsson gult á 15.mín.
Arnar Sveinn Geirsson gult á 33.mín.
ÍBV:
Markskot: 10 þar af 5 á markið
Hornspyrnur: 4
Spjöld: Kelvin Mellor gult 25.mín.
Andri Ólafsson gult 38.mín.
Tryggvi Guðmundsson rautt 45.mín.
 
Það sem réði úrslitum:
Baráttuþrek Eyjamanna og sú staðfasta trú þeirra að leikjunum er ekki lokið fyrr en dómarinn fyllir lungun og flautar hátt og snjallt.
 
Maður leiksins:
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV. Skoraði sigurmarkið, en var þess utan sívinnandi úti um allan völl í rúmar 90 mínútur.

tekið af sport.is
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.