Sektir á sorpbrennslu í Eyjum

9.Maí'11 | 18:31

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Dagsektir upp á 50.000 kr. á dag verða lagðar á Sorporkustöð Vestmannaeyja frá og með 1. júní n.k. Sektirnar hækka í 100.000 kr. á dag frá og með 16. ágúst þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar.

Umhverfisstofnun leggur dagsektirnar á sorporkustöðina. Starfsemi stöðvarinnar verður einnig takmörkuð við tilteknar veðuraðstæður, samkvæmt frétt Umhverfisstofnunar. 

„Umhverfisstofnun hefur veitt fyrirtækinu töluvert svigrúm til að betrumbæta mengunarvarnarbúnað sinn en telur nú fullreynt að úrbætur náist miðað við núverandi hreinsibúnað.

Loftmengun frá sorpbrennslu er almennt talin verri en flest önnur loftmengun. Það stafar m.a. af háu hlutfalli sóts og þungmálma í rykhluta útblástursins. Svifryk hefur margvísleg heilsuspillandi áhrif. Það er því æskilegt að lágmarka eins og kostur er rykmengun. Einnig telur Umhverfisstofnun að útfæra þurfi neyðaráætlun frekar,“ segir í fréttinni. 

Frétt Umhverfisstofnunar um dagsektirnar

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.