Dælurör brotnaði í Landeyjahöfn

4.Maí'11 | 13:16
Fjögurra klukkustunda töf varð á dýpkun Landeyjahafnar í nótt eftir að dælurör brotnaði. Dýpkað er við erfiðar aðstæður í mynni hafnarinnar en hún verður opnuð í dag eftir fjögurra mánaða lokun.
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa þrýst á opnun Landeyjahafnar og bent á hagsmuni fyrirtækja í verslun og þjónustu. Um þúsund manns áttu bókað far til Vestmannaeyja í dag með skipinu vegna öldungamóts í blaki.
 
Það er óhætt að segja að unnið sé hratt að málinu og andrúmsloftið því víða spennuþrungið. Þannig tilkynnti Eimskip á sjöunda tímanum í gær að áfram yrði siglt til Þorlákshafnar. Rúmum klukkutíma síðar var sú ákvörðun dregin til baka og ákveðið að sigla tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag á flóði, þar sem hafnarmynnið er enn ekki nógu djúpt fyrir Herjólf. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 16 og 19 og frá Landeyjahöfn klukkan 17:40 og 20:15. Eimskip stefnir að því að sigla áfram til Landeyjahafnar á morgun eftir sjávarföllum og verður áætlun gefin út síðar í dag.
 
Á meðan eru tvö dæluskip að dýpka höfnina. Í morgun var Perla að dýpka svokallaða innsiglingarrennu Herjólfs en Skandia hafnarmynnið. Starfsmenn Siglingastofnunar fóru til Landeyjahafnar í gær til að fylgjast með verkinu. Kom þá í ljós að ekki hafði verið dýpkað í mynni hafnarinnar í um sólarhring. Aðstæður í hafnarmynninu eru erfiðar, sterkur austanstraumur gerir mönnum erfitt fyrir að stýra Skandiu. Allt kapp er þó lagt á að klára verkið sem fyrst. Álagið varð þó til þess að hætta varð dælingu í um fjóra klukkustundir í nótt á meðan gert var við dælurör sem brotnaði í átökunum.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er brýnt að klára að dýpka hafnarmynnið í dag eða í nótt, því líklega verði ekki hægt að vinna þar aftur fyrr en á laugardag, en spáð er hvassviðri á þessum slóðum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.