Dagbók lögreglunnar

Þrír ökumenn voru sektaðir vegna hraðaksturs í vikunni

Helstu verkefni frá 26. apríl til 2. maí 2011

2.Maí'11 | 10:14

Lögreglan,

Vikan var frekar tíðindalítil hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Einn fékk þó að gista fangageymslu lögreglu vegna ölvunar og óspekta. Þá þurfti lögreglan að stilla til friðar við einn að skemmtistöðum bæjarins og urðu engin eftirmál af því.
Síðdegis þann 27. apríl sl. fékk lögreglan tilkynningu um umferðaróhapp á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar. Þarna hafði bifreið sem ekið var suður Heiðarveg verið ekið inn á gatnamótin í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Kirkjuveg. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar eru töluvert skemmdar.
 
Að morgni 28. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að vinnuvél hafi oltið á hliðina í Skansfjöru. Ekki var um slys á fólki að ræða en eitthvað tjón varð á vinnuvélinni.
 
Þrír ökumenn voru sektaðir vegna hraðaksturs í vikunni og þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að brjóta stöðvunarskyldu.
 
Þann 1. maí sl. breyttinst útivistartími barna og unglinga. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
 
Lögreglan vill minna eigendur bifreiða á að fljótlega verður farið í að beita sektum vegna aksturs á negldum hjólbörðum. Nemur sektin kr. 5000 fyrir hvern hjólbarða.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%