ÍBV - FRAM í kvöld klukkan 18:00

2.Maí'11 | 14:25
Að vanda mætast Fram og ÍBV í 1. umferð, en svo hefur verið óslitið frá 2005, þ.e. þegar bæði hafa verið í Efstu Deildinni. Fram var í 1. Deild 2006 og svo ÍBV 2007-2008. Þetta er því fjórða skiptið í röð sem liðin mætast í 1. umferð. Það sem er nýtt í ár að Eyjamenn eiga heimaleik en ekki Fram, enda hefst mótið snemma í ár og hinar snjóléttu Vestmannaeyjar góðar við grasið.
ÍBV fór á kostum í fyrra og varð í 3. sæti og aðeins lokaleiknum í Keflavík frá Íslandsbikarnum. Þetta gerðu þeir þó Hásteinsvöllur væri undir ösku frá Eyjafjallajökli framan af sumri og ÍBV lék því eintóma útileiki til að byrja með. Framarar byrjuðu vel í fyrra en enduðu loks í 5. sæti.
 
Eyjamenn urðu líka í 3. sæti í Deildabikarnum í vor. Þeir voru í riðli með Fram sem varð í 2. sæti en Eyjamenn unnu þó 3-1 á Framvellinum fyrir réttum hálfum mánuði. En er 3. sætið orðið að sæti Eyjamanna?
 
Að vanda ætla Eyjamenn að vera heppnir með útlendinga, nú síðast komu tveir kappar frá Crewe Alexandra á láni og munu leika sinn fyrsta leik. Tryggvi Guðmundsson mun reyna í sumar að slá markametið í Efstu Deild og Denis Sytnik kom aftur frá Úkraínu. Framarar mæta með a.m.k. tvo Englendinga, Sam Tillen og nýja leikmanninnn Mark Redshaw.
 
Þjálfari ÍBV er jaxl í bak og fyrir, en þar fer gamli varnar-jaxlinn Heimir Hallgrímsson. Heimir tók við liðinu eftir fallið 2006, kom því upp og hélt því nokkuð örugglega uppi 2009 og stýrði þeim svo til 3. sætis og Evrópukeppni í fyrra, þegar hann óneitanlega var þjálfari mótsins.
 
Fyrri viðureignir
 
Fram og ÍBV (sem þá hét KV) voru bæði meðal fyrstu þáttökuliða á fyrsta Íslandsmótinu 1912, og hefja nú leik á 100. Íslandsmótinu.
 
Fram og ÍBV hafa háð 70 leiki í Efstu deild. Jafnræði hefur verið með þessum liðum. Fram hefur unnið 28 leiki gegn 24 hjá ÍBV. Liðin hafa gert 18 sinnum jafntefli. Fram hefur skorað 109 mörk gegn 99 mörkum Eyjamanna.
 
Í fyrra skiptust Fram og ÍBV á þrem stigum, þ.e. bæði unnu heimaleikina, Fram 2-0 og ÍBV 1-0.
 
Hásteinsvöllur er þekktur sem einn erfiðasti útivöllur á Íslandi. Framarar hafa fengið sinn hluta af því: Fram vann ÍBV síðast á Hásteinsvelli 2002, 1-0 með marki Ágústs Gylfasonar. Árið áður (2001) vann Fram einn sinn fræknasta sigur á Hásteinsvelli, þegar Ásmundur Arnarsson gerði þrennu í 3-1 sigri Fram.
 
Fram er án sigurs í fimm leikjum á Hásteinsvell. Eyjamenn unnu í fyrra, 1-0 með umdeildu marki Danien Justin Warlem, sem er nú á braut. Liðin gerðu jafntefli þar 1-1 2009, þegar Ívar Björnsson jafnaði eftir Ajay Leitch-Smith kom ÍBV yfir. Þar áður lék Fram á Hásteinsvelli 2003-2005, gerði 1-1 jafntefli 2004 en tapaði hin árin, 0-2 árið 2005 og 0-5 árið 2003.
 
Framarar og Eyjamenn
 
Steinar Guðgeirsson fyrrv. formaður Fram var í síðasta meistaraliði ÍBV árið 1998, sem og Birkir Kristinsson markmannsþjálfari og fyrrum markvörður Fram. Báðir voru líka í meistaraliði Fram árið 1990. Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu Efstu Deildar, lék yfir 300 leiki með Fram, ÍBV og svo ÍA. Jóhannes Atlason þjálfaði bæði lið, Fram 1984 í mfl. og ÍBV árið 1992. Ásgeir Sigurvinsson, besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar er Eyjamaður. Hann þjálfaði Fram árið 1993.
 
www.fram.is
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.