Brim keypti í Vinnslustöðinni en selur á Akureyri

2.Maí'11 | 11:36
Bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið segja frá því á forsíðu í dag að Samherji hafi keypt starfsemi og eignir Brims útgerðarfélags á Akureyri um helgina. Kaupverðið er 14,5 milljarðar króna. Samherji leggur til 3,6 milljarða og Landsbankinn lánar 10,9 milljarða króna.
Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum ásamt vélum og tækjum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, sem áður hét Árbakur, auk veiðiheimilda. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir við Fréttablaðið að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða.
 
Forveri Brims, Tjaldur, keypti árið 2004 ásamt KG Fiskverkun á Rifi Útgerðarfélag Akureyringa af Eimskip og var kaupverðið um níu milljarðar. Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Brims. Ekki liggur fyrir hvort þessi viðskipti séu hluti af stærra skuldauppgjöri hans við bankann.
 
Keypti hlut Horns í Vinnslustöðunni
 
Viðskiptablaðið greindi frá því í apríl að Brim keypti 4,2% hlut í Vinnslustöðinni af Horni, dótturfélagi Landsbankans, í fyrra samkvæmt heimildum. Guðmundur Kristjánsson á nú 32% hlut í Vinnslustöðinni og er stærsti eigandi hennar. „Ég vil ekkert vera að tjá mig um þessi mál,“ sagði Guðmundur er Viðskiptablaðið náði tali af honum. Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort hann væri búinn að semja um skuldauppgjör við Landsbankann.
 
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði þá við Viðskiptablaðið ekki geta veitt upplýsingar um samninga Landsbankans, eða dótturfélaga hans, við einstaka viðskiptavini.
 
www.vb.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.