Týr varð til í tuðruhallæri og ósigri í formannskjöri

90 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Týs

1.Maí'11 | 10:57

Týr

Í dag 1.maí eru liðinn 90 ár frá því að Knattspyrnufélagið Týr var stofnað en stofnendur voru í upphafi 45 talsins og flestir á aldrinum 17-18 ára. Meðal þeirra sem tóku þátt í stofnun félagsins voru Gunnar Ólafsson kaupmaður og útgerðarmaður, Binni í Gröf, Gísli J. Johnsen, Ísleikur Jónsson á vörubílastöðinni, Einar Sigurðsson (ríki), Friðrik Jesson.
Í sögu Týs sem kom út fyrir nokkrum árum má lesa eftirfarandi útskýringu frá Páli Scheving einum af stofnendum Týs:

Týr varð til í tuðruhallæri og ósigri í formannskjöri
Páll Scheving var einn af þeim drengjum, sem stóðu að því að stofna nýtt félag í
Ofanleitishrauni 1. maí 1921. Hann setti rætur hins nýja félags í samhengi við óánægju
hjá yngri strákunum, sem komust lítt að fyrir þeim eldri hjá Þór og KV. Peyjarnir tóku
sig því til og gerðu eitthvað í málunum til þess að fá að sparka eins og hinir:
 
„Já, aðdragandinn að stofnun Týs var sá að árið 1920 voru bæði Þór og KV illa stödd
fjárhagslega. Við strákarnir fengum tuðrur með hangandi hendi til að spila með og
þegar þeir eldri gáfu sér tíma til æfinga voru boltarnir teknir af okkur. Þá lögðum við
út í þá fjárfestingu að kaupa bolta nokkrir strákar á aldrinum 16-18 ára. Nú, við
saumuðum okkar flagg sjálfir, dökkblátt með brúnum bolta, það var heldur minna en
Þórsflaggið. Á þessum tíma ætluðum við yngri mennirnir að koma Jóhanni Gunnari
Ólafssyni að sem formanni í KV, en það gekk ekki þótt munurinn væri lítill. Það var
sama óánægjan innan Þórs á þessum tíma og upp úr þessu var Týr stofnað með
mönnum úr bæði Þór og KV. Fyrsti fundurinn um málið var haldinn út í hrauni, síðan
voru fleiri fundir, bráðabirgðastjórn var kosin og ekki leið á löngu þar til kappleikir
komu til. Búningurinn var samþykktur 5. ágúst fyrir þjóðhátíð og við lékum fyrsta
leikinn við Þór en þá töpuðum við. Síðar um haustið unnum við Gísla J. Johnsen
bikarinn, en alls urðu leikirnir 6 á árinu.“

Hægt er að nálgast sögu Týs hér
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.