Segir Stígamót nærast á vandamálum: „Vísum þessu á bug“

Formaður þjóðhátíðarnefndar sagði vandann vera meiri ef Stígamót eru á þjóðhátíð

30.Apríl'11 | 08:43
„Við vísum þessu á bug. Þetta er eins og að segja þegar læknirinn er á staðnum þá séu miklu fleiri slys og að læknirinn fái eitthvað út úr því að fólk slasist,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, um ummæli Páls Schevings Ingvarssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum. Páll tók þátt á borgarfundi í Vestmannaeyjum í gær þar sem málefni þjóðhátíðar voru rædd. Þegar talið barst að Stígamótum, sem er grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi, sagði Páll að það virtist vera sem svo að Stígamót leituðu upp vandræði og að þau nærist á því að vandamál séu til staðar.
Samtökin Stígamót komu til umræðu þegar það var rætt hvort að þjóðhátíðarnefnd ætti að sjá þeim fyrir aðstöðu í Herjólfsdal á verslunarmannahelginni. Páll Scheving sagði starfsmenn Stígamóta geta borgað sig inn á hátíðarsvæðið ef þeir vildu vera þar og komið sér upp aðstöðu sjálfir. Hann sagði þjóðhátíðarnefnd vera með eigin sálgæslu í Herjólfsdal og þannig væri hægt að bregðast við kynferðisafbrotum í samstarfi við lögreglu og annað fagfólk, en greint var frá fundinum í Síðdegisútvarpi Rásar 2.
 
„Við bendum á það að ef að fólk veit af úrræðinu þá lætur það vita. Ef að fólk slasast á útihátíð þá leitar það til læknis á staðnum. Slysin eiga sér engu að síður stað. Auðvitað óskum við þess einskis frekar en að það verði aldrei nauðgun með neinu tagi nein staðar. En það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn og segja að þetta gerist ekki ef við erum ekki á staðnum,“ segir Þórunn í samtali við DV.is.
 
Hún segir þessi ummæli Páls lýsa ákveðinni vanþekkingu hans á þessum málum. „Ég verð nú að segja það. Ég vona að það sé það, að hann átti sig ekki á því. Auðvitað finnst engum gaman að hafa svona. Þetta er auðvitað alltaf skuggahliðarnar á útihátíðum. Við viljum meina að með aukinni umræðu og forvörnum og því að það séu úrræði til staðar þá vonumst við til þess að þetta komi aldrei fyrir. Ég veit að á útihátíðum og í Vestmannaeyjum hafa hjúkrunarfræðingar verið til staðar og það er frábært,“ segir Þórunn.
 
„Auðvitað eru það fyrst og fremst þeir sem halda útihátíðirnar sem bera ábyrgð á því. Við berum ekki ábyrgð á því. Mótshaldarar bera ábyrgð á því hvaða þjónusta eða úrræði er í boði hjá þeim. Alveg eins og að þeir fá lækna til að vera á staðnum ef eitthvað kemur upp á. Það dytti engum í hug að segja slíkt um lækna. Þetta eru alvarlegir glæpir og alvarlegt ofbeldi. Það er fólk sem verður fyrir þessu ofbeldi. Bæði stúlkur og drengir og konur og karlmenn. Þetta er ekkert til að gantast með, svona hlutir hafa margra ára afleiðingar. Það er engum um að kenna nema þeim sem fremur glæpinn, það er ekki mótshöldurum að kenna,“ segir Þórunn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).