Höfnin kostar Eyjar hundruð milljóna

30.Apríl'11 | 08:38

Herjólfur

Landeyjahöfn hefur nú verið lokuð síðan 14. janúar, í um fimmtán vikur. Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í fyrradag var lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Í fundargerð segir að lokun hafnarinnar í vetur hafi valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi gríðarlegum búsifjum og fjárhagslegt tjón samfélagsins nemi hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum.
„Öllum má ljóst vera að jafnvel þótt höfnin verði opnuð á næstu dögum þá hefur þar með eingöngu verið sett undir lekann. Verði ekki gripið til ráðstafana mun höfnin lokast á ný næsta haust," segir í fundargerð. Stjórnin krefur samgönguyfirvöld um aðgerðir.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir margs konar útreikninga liggja að baki því fjárhagslega tjóni sem samfélagið hefur orðið fyrir sökum lokunar hafnarinnar.
„Við létum sérfræðinga til að mynda reikna út hvað þúsund manna íþróttamót muni skila bænum og þar er um að ræða 45 til 50 milljónir," segir Elliði. „Ferðaþjónusta í Eyjum stendur og fellur með þessum samgöngum og þá eigum við allt annað eftir ótalið, til að mynda þann óbeina skaða sem hlýst af þeirri vantrú sem komin er gagnvart Landeyjahöfn."
 
Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og bæjarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn, segir ástandið óásættanlegt.
„Þessi vetur hefur verið afturför í samgöngum til Vestmannaeyja," segir Páll. „Þær aðgerðir sem farið hefur verið af stað með hafa hreinlega brugðist." Páll segir að þegar aðgerðin hafi fyrst verið kynnt af hálfu Siglingastofnunar áttu frávikin að vera á milli 3 til 7 prósent, líkt og verið hefur í Þorlákshöfn.
 
„Spurningin er hvort hönnunin á mannvirkinu sé einfaldlega rétt. Hún var harðlega gagnrýnd upphaflega en Siglingastofnun sló á þá gagnrýni. En nú er þetta staðreynd og þetta er niðurstaðan," segir hann.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun er kostnaður við dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn að nálgast 300 milljónir. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er kominn upp í 3,9 milljarða, en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir um 4,7 milljörðum króna. Það mun liggja fyrir á mánudag hvenær Landeyjahöfn opnar að nýju.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is