Kanturinn við Vestmannaeyjar sker sig úr með slakan afla

29.Apríl'11 | 08:38

Þorskur fiskur

Netarallið í ár skilaði tæpum 800 tonnum af þorski og er það metafli í rallinu frá upphafi. Skilyrði í rallinu voru yfirleitt hagstæð ef frá er talið slæmt veður sem olli nokkrum frátöfum, að því er Valur Bogason, verkefnisstjóri í rallinu, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir.
Netarallinu lauk um miðja síðustu viku en það hófst um mánaðamótin mars/apríl. Sex bátar tóku þátt í rallinu á sex svæðum. Netarallið hefur verið við lýði frá árinu 1996. Mjög góður afli var á flestum svæðum að þessu sinni og aflamet var slegið í Faxaflóa. Þar veiddust um 225 tonn af þorski. Kanturinn við Vestmanneyjar er í raun eina svæðið í öllu rallinu hringinn í kringum landið sem sker sig úr með slakan afla.
 
www.fiskifrettir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.