Vísa ábyrgð á samgönguyfirvöld

28.Apríl'11 | 21:47
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti ályktun á fundi í kvöld þar sem ábyrgð á núverandi ófremdarástandi í samgöngumálum eyjanna er alfarið vísað á samgönguyfirvöld.
Krefst bæjarstjórnin þess að tafarlaust verði allra leiða leitað til að tryggja að Landeyjahöfn veiti þá þjónustu sem henni sé ætlað.
 
Í ályktuninni er lýst þungum áhyggjum af stöðu mála í Landeyjahöfn. „Lokun hafnarinnar í vetur hefur valdið samfélaginu í Vestmannaeyjum og víðar á suðurlandi gríðarlegum búsifjum. Fjárhagslegt tjón samfélagsins nemur hundruðum milljóna og jafvel milljörðum. Öllum má ljóst vera að jafnvel þótt höfnin opnuð á næstu dögum þá hefur þar með eingöngu verið sett undir lekann. Verði ekki gripið til ráðstafna mun höfnin lokast á ný næsta haust," segir í ályktuninni.
 
Er krafist svara frá samgönguyfirvöldum um til hvaða úrræða verði gripið til að ljúka framkvæmdum við Landeyjahöfn þannig að frátafir á ársvísu verði ekki meiri en 5 til 10%. „Fyrr er Landeyjahöfn ekki fullbyggð."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.