Langþreyttir Eyjaskeggjar

28.Apríl'11 | 07:50
„Ég efast ekkert um það að höfnin opnar í vikunni, en það leysir ekki vandann. Við verðum að tryggja það að næsti vetur verði ekki eins og þessi var,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við blaðamann DV.
Hann segir eyjaskeggja vera orðna langþreytta á þeirri óvissu sem hefur ríkt síðastliðið ár í tengslum við siglingar til og frá eyjunni og bendir á að mögulega þurfi að setja upp fastan dælubúnað við Landeyjahöfn, eins og þekkist í sandhöfnum erlendis. Alls óvíst sé að dæluskip, hversu vel sem það sé útbúið, ráði við verkið.
 
Höfnin var tekin í notkun þann 21. júlí með mikilli viðhöfn og búist var við að hún yrði mikil bót í samgöngum og myndi auka samvinnu í atvinnu- og félagslífi á milli íbúa Vestmannaeyja og íbúa Suðurlands. Höfnin hefur hins vegar verið að miklu leyti lokuð frá því í lok september vegna efnisburðar inn í hana, meðal annars frá eldgossinu í Eyjafjallajökli.
 
Einn bæjarbúa, verslunareigandinn Helgi Hjálmarsson, sendi Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra opið bréf vegna málsins, fyrr í mánuðinum. Þar lagði hann til að fleiri skip yrðu fengin til þess að dæla sandi úr höfninni. Í svarbréfi Ögmundar kom fram að skipulags- og reynsluleysi verktakans hafi meðal annars leitt til þess að sums staðar hafi verið dýpkað of mikið. Þá sagði hann að til greina kæmi að nýta uppsagnarákvæði samningsins sem gerður var við Íslenska gámafélagið. Samningurinn gildir til 1. maí næstkomandi og því er alls óljóst hvort að dæluskipið Scandia muni dæla sandi úr höfninni eftir það.
 
Í verksamningnum var miðað við að skipið myndi dæla um 180 þúsund tonnum af sandi til vors en nú er svo komið að skipið er einungis búið að dæla um 40 þúsund tonnum. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir íbúa nánast telja hvern klukkutíma þangað til aftur verði hægt að sigla reglulega um Landeyjahöfn.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is