Dagbók lögreglunnar

Aðsúgur gerðu að lögreglumönnum sem voru að sinna skyldustörfum

Helstu verkefni frá 18. til 26. apríl 2011

26.Apríl'11 | 16:20

Lögreglan,

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið enda páskar og oft á tíðum hefur lögreglan verið önnum kafinn vegna hinna ýmsu verkefna. Töluverður fjöldi fólks var að skemmta sér á öldurhúsum bæjarins yfir páskahelgina og fór nokkur tími lögreglunnar í að sinna fólki sem ekki gat bjargað sér sökum ölvunar.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald páskahátíðarinnar en hún átti sér stað á veitingastaðnum Lundanum aðfaranótt annars í páskum. Þarna hafði karlmaður slegið konu þannig að hún fékk sár á enni, auk þess sem hann reif í hár hennar. Ekki liggur fyrir ástæða árásarinnar en flest bendir til þess að maðurinn hafi farið konuvilt. Málið er í rannsókn.
 
Síðdegis þann 20. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að þrír skipverjar um borði í Huginn VE hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts eða gaseitrunar. Lögregla ásamt slökkviliði fóru á staðinn og var mönnunum komið undir læknishendur. Betur fór en áhorfðist og er líklegt að þeim hafi ekki orðið meint af.
 
Aðfaranótt 20. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að yfir stæði innbrot á veitingastaðinn Lundann. Þegar lögregla kom á staðinn var einn maður þar fyrir utan og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa brotist inn á Lundann í félagi við annan. Félaginn var færður á lögreglustöð í framhaldi af þessu og viðurkenndi hann verknaðinn og telst málið upplýst.
 
Afaranótt 21. apríl var gerður aðsúgur að lögreglumönnum sem voru að sinna skyldustörfum við veitingastaðinn Prófastinn. Þarna hafði lögreglan haft afskipti af ungum manni og ætluðu félagar hans að frelsa hann frá lögreglunni. Þurfti lögregla að beita piparúða og kylfum til að róa ástandið.
 
Sömu nótt voru þrír menn handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í að skemma stafi á Tryggingamiðstöðinni. Við yfirheyrslu hjá lögreglu höfnuðu þeir alfarið að hafa átt þátt í þessum skemmdum og var þeim sleppt í framhaldi af skýrslutöku. Óskar lögreglan eftir upplýsingum um þann eða þá sem olli þessum skemmdum.
 
Laust eftir miðnætti þann 22. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á bifreið sem stóð við Áshamar 40. Hafði framrúða bifreiðarinnar verið brotin auk þess sem toppur bifreiðarinnar var rispaður. Leikur grunur á því hver þarna var að verki og er málið í rannsókn.
 
Aðfaranótt 23. apríl sl. var tilkynnt til lögreglu um að rúða hafi verið brotin í Hamarsskóla með því að henda grjóti í rúðuna. Er vitað hver þarna var að verki og er málið í rannsókn.
 
Aðfaranótt 25. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að rúðubrot í veitingastaðnum Kaffi María og var lögreglu bent á tvo menn sem þarna höfðu verið að verki en þeir voru farnir þegar lögreglu bar að garði. Þeir fundust ekki þrátt fyrir leit og er málið í rannsókn.
 
Sömu nótt var tilkynnt um skemmdir á bifreið sem stóð á Græðisbraut og hafði ljós og spegill verið brotin, auk þess sem sparkað hafði verið í bifreiðina. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum varðandi verknaðinn.
 
Þrír ökumenn voru sektaðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni sem leið og var í öllum tilvikum um ólöglega lagningu ökutækja að ræða.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.