Inbrot í Lundann í nótt

20.Apríl'11 | 10:23

Lögreglan,

Síðastliðna nótt barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning að verið væri að brjótast inní veitingarstaðinn Lundann. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var aðili fyrir utan staðinn sem lögreglumenn þekktu og hefur ítrekað komið að málum hjá lögreglunni.
Vitni sem hafði tilkynnt um innbrotið sagði að tveir menn hefðu verið að brjótast inná staðinn og annar þeirra væri sá aðili sem lögreglumenn mættu utan við staðinn. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð og þar í fangageymslu. Við leit á honum fannst járnstykki sem er hluti úr handlóði og fjölnota hnífur.Hann neitaði aðild að málinu. Hinn aðilinn sem vitað hver er fannst hins vegar ekki.
 
Brotist var inn á staðinn með því að brjóta rúðu í húsinu. Í innbrotinu voru teknar nokkrar áfengisflöskur.
 
Yfirheyrsla yfir þeim sem handtekinn var fara fram í dag og einnig verður sá er grunaður að hafa verið með honum boðaður til skýrslutöku.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.