Bæjarráð leggst algerlega gegn fyrirliggjandi frumvarpi um breytingu á lögregluumdæmum

20.Apríl'11 | 13:34
Nái frumvarpið fram að ganga mun það skerða sjálfstjórn embættisins í Vestmannaeyjum. Með tíð og tíma mun það síðan verða til þess að störf og stjórn munu sogast frá Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðið.
Þá gerir bæjarráð líka alvarlegar athugasemdir við að frumvarp sem kollvarpar rekstri lögregluembætta í Vestmannaeyjum og víðar skuli koma fram jafn seint og raun ber vitni og þar með takmarka mjög þann tíma sem þingmenn fá til að kynna sér hversu varasamt frumvarpið er.
 
Bæjarráð bendir þingmönnum Suðurlands einnig á að nú þegar hefur verið gerð sú breyting á frumvarpinu að í stað þess að lögregluembættum sé fækkað í 6 eins og áður hafði verið kynnt stendur nú til að hafa þau 8 og bæta sérstökum lögregluembættum við á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Öllum má ljóst vera að árangur í málum sem þessum næst ekki nema fyrir tilstilli þingmanna í kjördæmum.
Bæjarráð skorar á þingmenn Suðurlands að tryggja áframhaldandi sjálfstæði lögregluembættisins í Vestmannaeyjum. Öll þau rök sem styðja tilvist sjálfstæðs embættis td. á Vestfjörðum eiga enn frekar við um Vestmannaeyjar.

Lögreglan,

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.