Ágætu ÍBVarar

Jóhann Pétursson stuðningsmaður og bikarimeistari með ÍBV skrifar

19.Apríl'11 | 10:46
Þegar að þessi pistil er skrifaður þá á ÍBV eftir að leika sinn fyrsta leik gegn Aftureldingu í umspili um sæti í N1 deild karla á næsta keppnistímabili.
ÍBV hefur leikið ágætlega í vetur en þrálát meiðsli lykilmanna hafa engu að síður sett sinn svip á veturinn. En nú er staðan engu að síður sú að ÍBV á raunhæfa möguleika á því að tryggja sér sæti í N1 deildinni næsta keppnistímabil.
Það er hægt að velta því fyrir sér að á brattann að sækja, því verður ekki neitað, en er það svo? Staðan verður 0-0 í upphafi á öllum leikjum og síðan er það frammistaðan á leikvellinum sem ræður úrslitum.
ÍBV lauk keppni í 1. deild í 4 sæti og leikur því nú við Aftureldingu sem lauk leik í 7 sæti N1 deildar. Sigurvegarinn úr þessari viðureign sem verður mest 3 leikir, leikur síðan gegn sigurvegara úr leikjum ÍR og Stjörnunni sem lentu í 2 og 3 sæti 1. deildar á síðasta keppnistímabili, um laust sæti í N1 deildinni.
Eins og áður sagði þá má velta því fyrir sér að ÍBV eigi á brattann að sækja fyrir ÍBV á borði. Afturelding lék á síðasta tímabili í efstu deild og reyndar lagði ÍBV að velli í umspili á síðasta ári. ÍBV lék í 1. deild. En málin eru ekki svona auðveld þegar á hólminn er kominn. Það verður hugarfarið sem mun skipta gríðarlega miklu máli.
 
Í ágætri grein í Pressunni nú í vikunni ræddi Bjarni Fritzsson landsliðsmaður, um íþróttalegar hækjur sem byggjast á hugarfari leikmanns. Sá leikmaður sem fyrirfram telur að hann eigi undir högg að sækja, hvort sem er vegna eymsla eða vegna annarra þátta, hann er mun ólíklegri til að ná árangri í leiknum. Ekki vegna þess að viðkomandi leikmaður geti ekki meira heldur vegna þess að hann einblínir á veikleikana en ekki styrkleikana.
 
Það er ekkert að því að mæta til leiks og tapa leiknum. Ef að viðkomandi leikmaður mættir til leiks eins og grenjandi ljóns, berst til síðasta manns en það dugar bara einfaldlega ekki, þá getur viðkomandi leikmaður gengið stoltið af leikvelli án tillits til þess hvort leikurinn vannst eða tapaðist.
Það er hugarfarið sem við stuðningsmenn liðsins óskum eftir, já og förum fram á að verði ríkjandi hjá hverjum leikmanni í næstu leikjum. Ekkert minna og ekkert meira. Um úrslitin getum við síðar rætt en ekki verður við leikmenn og þjálfara að sakast sem gefa sig alla í leikinn.
 
Leikmenn þurfa að vera óhræddir við að taka áhættu og gera mistök. Gera sér grein fyrir því að þau eru eðlilegur fylgifiskur íþrótta sem annars í lífinu. Njóta þess að spila leikinn frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og spyrja síðan að leikslokum.
 
Við stuðningsmennirnir þurfum síðan að fjölmenna á leikina. Láta leikmenn finna að þeir eru studdir af ráð og dáð fyrir framlag sitt í leiknum. Hvattir áfram allan tímann.
Mér er enn í fersku minni hvatning áhorfenda í bikarleiknum margfræga 1991. Nú 20 árum síðar en enn rætt um stemminguna hjá áhorfendum. Þar mættu áhorfendur til að skemmta sér og njóta leiksins. Þar var hægt að líta þannig á að ÍBV ætti á brattann að sækja. Þegar í leikinn kom gleymdist það. Áður en nokkur vissi var ÍBV komið með örugga forystu sem það lét aldrei af hendi. Þegar að allir leggast á eitt þá er sigurinn oft eina mögulega niðstaðan. En það gerist ekki sjálfkrafa, allir þurfa að taka höndum saman.
 
Fyrsti leikur liðsins er í Mosfellsbæ á sunnudaginn, þá er leikið í Eyjum á þriðjudaginn og síðan ef með þarf aftur í Mosfellsbæ á fimmtudaginn.
 
Ég hvet alla Eyjamenn nær og fjær til að fjölmenna á leikina og leikmenn liðsins til að njóta hverrar mínútu af leikjunum.
 
Jóhann Pétursson, stuðningsmaður og bikarmeistari

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.