Glæsileg dagskrá á sumardaginn fyrsta og um páskahelgina

18.Apríl'11 | 07:50

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Að venju er það Skátafélagið Faxi sem sér um dagskrána á sumardaginn fyrsta en í ár hittist þannig á að sumardagurinn fyrsti og skírdagur eru á sama dag. Dagskrá sumardagsins fyrsta og páskahelgarinnar má sjá hér að neðan:
21. apríl Skírdagur – Sumardagurinn fyrsti
Kl. 11.00 Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2011
heiðraður í Listaskóla Vestmannaeyja. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika við athöfnina.
 
Kl. 12. 00 – 17.00 Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
 
Komið saman 13.45 við Ráðhúsið.
Skrúðganga með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Skátafélaginu FAXA...
Gengið í Íþróttamiðstöðina þar sem við tekur sumargleði
Leikfélag Vestmannaeyja, Skátarnir og fleiri bjóða gleðilegt sumar
Mamma Mía stjörnur og Skari úr Konungi ljónanna
Unglingahljómsveitirnar SÚR og Vangaveltur
 
Kl. 20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
22. apríl Föstudagurinn langi
Kl. 12. 00 – 17.00 Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
23. apríl laugardagur
Kl. 12. 00 – 17.00 Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
20.00 Leikfélag Vestmannaeyja Mamma Mía.
 
24. apríl Páskadagur
 
Árleg páskaganga verður á páskadag - !!
 
 
Hin hefðbundna páskaganga verður að þessu sinni á páskadag kl 14.00.
 
Göngufólk hittist á útsýnispallinum á nýja hrauninu (gengt Sorpu).
Kristján Egilsson stýrir göngunni.
 
Gengið verður að vanda í Páskahelli.
 
 
Hvetjum göngufólk til að fjölmenna !!
 
 
23. apríl 2. í páskum
Kl. 12. 00 – 17.00 Einarsstofa – Sýning og kynning á listamanninum Axel Einarssyni
 
Gleðilega páska !!
 
Sýning í Einarsstofu
Axel Einarsson listamaður fæddist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1896 og andaðist í Reykjavík 1974. Hópur einstaklinga vinnur nú að því að draga þenna gleymda snilling fram í dagsljósið. Um páskana verða nokkrar myndir eftir Axel sýndar í Einarsstofu í Safnahúsinu og jafnframt hefst formlega skipuleg leit að verkum eftir hann. Við biðjum alla þá sem eiga verk eftir Axel að hafa samband við okkur með því að koma á sýninguna.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.