Fáum vonandi sóknarmann á næstu dögum

18.Apríl'11 | 15:41

ÍBV Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segist vera vongóður um að liðið bæti við sig framherja áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst um næstu mánaðamót og vonandi strax í þessari viku.
 
ÍBV varð fyrir áfalli þegar að Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem var þá nýbúinn að semja við liðið, ákvað að taka tilboði Norrköping í Svíþjóð og halda aftur í atvinnumennskuna.
 
Heimir segir forgangsmál að fá framherja en liðið fór nýlega í æfingaferð til Spánar þar sem þrír enskir leikmenn voru til reynslu hjá félaginu.
 
„Við höfum verið að velta fyrir okkur nokkrum möguleikum og alls ekki útilokað að einhver af þeim leikmönnum sem voru með okkur á Spáni komi í sumar,“ sagði Heimir við Vísi.
 
Hann segir einnig að slæmt veðurfar hafi sett strik í reikninginn en liðið hefur ekkert getað æft á grasi. „Þá er ekki viturlegt að fá leikmenn á reynslu á meðan svo er. En þetta er allt opið enn þá og vonandi verður meira að frétta síðar í vikunni.“
 
Tveir af þeim leikmönnum sem voru til reynslu hjá félaginu eru á mála hjá Crewe á Englandi og sá þriðji hjá Newcastle. Þetta yrðu því lánsmenn sem þyrftu að fara aftur til sinna félaga áður en mótið klárast hér á Íslandi.
 
ÍBV á þó góða reynslu af slíkum lánsmönnum. James Hurst var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og Eyjamenn fengu tvo sterka leikmenn fá Crewe fyrir tveimur árum.
 
Heimir segir að Hurst hafi verið áhugasamur um að koma aftur.
 
„Honum dauðlangar til þess en hann fékk ekki leyfi til þess. Hann er einnig að fara að spila með U-19 ára liði Englands í sumar. Hann hefur þó verið að tala vel um okkur og við eigum bara plús inni fyrir þetta.“
 
„Hið sama má segja um strákana frá Crewe. Það virðist bara gera mönnum gott að koma til Vestmannaeyja.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.