Ákall til bæjarbúa!

Fyrirliði ÍBV biður bæjarbúa um stuðning

18.Apríl'11 | 14:33

Siggi Braga

Á morgun þriðjudaginn 19.apríl mun handboltaliðið okkar leika mikilvægasta leik vetrarins. Liðið tekur þá á móti UMFA í öðrum leik liðana í umspili um laust sæti í efstu deild.
 
Við fengum því Sigga Braga til þess að svara nokkrum spurningum.
Nú tapaði liðið með minnsta mun í fyrsta leik liðana í gær. Kom það þér á óvart?
 
Ég verð nú að viðurkenna að ég taldi að UMFA væri betur undir það búið að spila svona leik. Liðið er búið að spila í allan vetur við sterkustu lið landsins. Ég var samt alltaf á því að ef við spiluðum okkar góða leik þá gætum við auðveldlega strítt þeim vel, það kom heldur betur í ljós.
 
 
Nú hefur mikið verið rætt um slæma dómgæslu í þessum leik, réði það úrslitum?
 
Þó ég sé klárlega tapsárasti leikmaður sem ég þekki og geri allt til þess að vinna þá hef ég nú lært það á þessum 15 tímabilum mínum í meistaraflokki að þýðir voðalega lítið að grenja það svona daginn fyrir næsta leik. Auðvitað voru þarna nokkrir mjög svo undalegir dómar og atvik sem við erum búnir að skoða. Það er a.m.k alveg klárt við fengum ekkert gefins í þessum leik. Við skulum frekar nota það í undirbúningi fyrir næsta leik, við þurfum bara að treysta á okkur og fólkið okkar. Meira er ekki hægt að gera.
 
 
Hvað þarf að lagast til þess að ÍBV vinnur á morgun?
 
Við þurfum bara að koma jafn klárir í þennan leik. Spila góða vörn og velja færin í sókn þá vinnum við þetta. Ég lofa því.
 

Hversu stór þáttur eru áhorfendur í svona leikjum?
 
Ósköp einfalt, hann skiptir ÖLLU máli. Við verðum að fá fullt hús á morgun og geðveika stemningu. Fólk kann að halda að þetta sé alltaf sama klisjan, en svo er alls ekki. Ég man ekki eftir mörgum leikjum hér í Eyjum að við höfum tapað þegar við höfum fólkið með okkur. Það á jafnt við um Íþróttahúsið og Hásteinsvöll. Þess vegna óska ég þess að fólk komi og sýni okkur góðan stuðning. Við höfum verið að fara í gegnum ákveðið ferli sl. 4 ár, við höfum skorið verulega niður og einbeitt okkur frekar að grasrótinni. Það er að skila okkur því að við erum með lið aðeins skipað sönnum Eyjamönnum (reyndar fyrir utan Gísla Jón, en hann er að þroskast). Ég vona því að við Eyjamenn munum koma saman á morgun og vinna Aftureldingu!
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.