Dagbók lögreglunnar

11 kærur vegna brota á umferðarlögum

Helstu verkefni frá 11. til 18. apríl 2011

18.Apríl'11 | 16:48

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram fyrir utan að lögreglan þurfti að hafa afskipt af einum að gestum öldurhúsanna vegna eignaspjalla og fékk hann gistingu á lögreglustöðinni að launum. Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi en hún hefur hins vegar ekki verið kærð til lögreglu.
Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu um að ræða spjöll um borð í Herjólfi þegar skipið var á leið til Vestmannaeyja þann 12. apríl sl. en þá hafði einhver, eða einhverjir, tekið sig til og hent björgunarhringjum sem eru á dekki skipsins í sjóinn. Ekki er vitað hver þarna var að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum frá farþegum sem voru í fyrri ferð skipsins frá Þorlákshöfn þennan dag um hvort þeir hafi orðið var við að einhver eða einhverjir væru að eiga við björgunarhringi skipsins. Atvikið er litið mjög alvarlegum augum enda er nauðsynlegt að öryggisbúnaður skipsins sé í sem bestu lagi.
 
Seinna tilvikið var aðfaranótt 16. apríl sl. þegar einn af gestum veitingastaðarins Lundans vildi komast aftur inn á staðinn eftir að honum hafði verið vísað út. Gesturinn tók þá rörbút og braut tvær rúður í húsinu. Maðurinn var handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu lögreglustöðvarinnar. Eftir að víman var runnin af manninum var tekin skýrsla af honum þar sem hann viðurkenndi að hafa brotið rúðurnar.
 
11 kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en m.a. er um að ræða akstur sviptur ökuréttindum, stöðvunarskyldubrot, öryggisbelti ekki spennt í akstir og ólöglega lagningu ökutækis.
 
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.