Barði dyrnar með rörbút

16.Apríl'11 | 08:37

Lögreglan,

Ölvuðum og mjög æstum manni sem hafði verið til vandræða var vísað út af skemmtistaðnum Lundinn í Vestmannaeyjum í nótt. Kom hann sér strax í einhver áflog fyrir utan staðinn og þegar hann reyndi aftur að komast inn á staðinn var honum enn vísað frá af dyravörðum.
Fór þá maðurinn á bak við skemmtistaðinn og braut þar rúðu og reyndi að komast þar inn, þar sem það gekk ekki kom hann aftur fram fyrir og þá með 40-50 cm. rörbút sem hann hafði einhversstaðar fundið og beitti hann honum á aðaldyr með þeim afleiðingum að plexigler í hurðinni brotnaði. Í átökum við manninn brotnaði gleraugnaumgjörð hjá einum dyravarða.
 
Maðurinn sem var í annarlegu ástandi var handtekinn og gistir hann fangageymslu lögreglu þar sem hann sefur úr sér vímuna og mun hann verða yfirheyrður um atvikið seinna í dag.
 
Í tilkynningu frá lögreglu segir að fyrr um nóttina réðist þessi sami maður á annan í heimahúsi og veitti honum áverka svo sá þurfti að leita sér læknisaðstoðar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%