Landsvölur í Eyjum

13.Apríl'11 | 08:37
Sunnanáttin síðasta laugardag bar með sér nokkuð af flækingum til Eyja auk farfugla. A.m.k. sex landsvölur og ein bæjasvala sáust við höfnina og af farfuglum sáust bæði sandlóa og þúfutittlingur í fyrsta sinn í ár.
Lóum, tjöldum og tildrum fjölgaði mikið um helgina og stór hópur af hettumáfum var við golfvöllinn. Einnig sáust tvær stokkendur bæði við Klauf og í Vestmannaeyjahöfn í gær en þær sjást hér helst á vorin eða haustin.
 
Landsvölurnar voru viljugar fyrirsætur. Þær lifa á skordýrum og þar sem ekki er mikið af þeim á ferðinni þessa stundina er ekki víst að svölurnar verði langlífar.
 
Hægt er að skoða fleiri myndir hér

www.nattsud.is

 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.