Tilkynning frá Eimskipafélagi Íslands og Vegagerðinni

Landeyjahöfn ekki opnuð fyrr en eftir páska

12.Apríl'11 | 15:12

Herjólfur

Í ljósi veðurs og sjólags við suðurströnd Íslands frá því í janúar á þessu ári, hafa mun fleiri ferðir til og frá Landeyjahöfn fallið niður en fyrirfram var reiknað með. Oft hafa liðið vikur og nú mánuðir á milli þess sem hægt er að nýta hafnarmannvirkið fyrir siglingar Herjólfs. Þetta ástand hefur verið óviðunandi fyrir íbúa Vestmannaeyja, farþega Herjólfs og aðra hagsmunaaðila.
Í frétt frá Siglingastofnun 11.4. sl. kemur fram að framundan séu miklir umhleypingar og miðað við ölduspá verði ölduhæðin yfir 2 m fram til 20. apríl . Jafnframt segir að það þurfi fáeina daga við góðar aðstæður til að opna höfnina eftir að veður gengur niður. Því hafa Eimskip og Vegagerðin tekið þá ákvörðun að ekki verði teknar upp áætlanasiglingar til og frá Landeyjahöfn fyrr en hægt verður að sigla í höfnina með nokkurri vissu til lengri tíma.
 
Mikilvægt er að vissu og öryggis gæti í samgöngum á milli lands og Eyja, ekki síst á dögunum í kringum páska þegar margir landsmenn eru á faraldsfæti. Brýnt er, að farþegar hafi vissu fyrir því hvert verður siglt og hvenær. Því þykir nauðsynlegt að tilkynna, að Þorlákshöfn muni þjóna Herjólfi þangað til Landeyjahöfn verður nothæf. Ekki er nú útlit fyrir, að það verði fyrr en eftir páska og munu bókanir í skipið taka mið af því.
 
Tekið skal fram að endurmat á öldu-, veður- og dýpkunarspám fer reglulega fram á þessum tíma. Gefist færi á að opna höfnina fyrr verður það gert. Þangað til verða allar ferðir farnar í Þorlákshöfn samkvæmt áætlun og viðskiptavinum bent á að einungis er bókað í ferðir til Þorlákshafnar þar til annað verður ákveðið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is