Tilboð Guðmundar Kristjánssonar var það gott að ekki þótti ástæða til að leita annara tilboða

Guðmundur orðinn stærsti hluthafinn í VSV

11.Apríl'11 | 12:29
Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í síðustu viku þá seldi dótturfyrirtæki Landsbankans Horn hlut sem að Landsbankinn átti í Vinnslustöðinni.  Þegar ákveðið var að afskrá félagið af markaði þá áttu sér stað barátta um yfirráð í félaginu og bundust nokkir hluthafar í eyjum böndum og náðu meirihluta en á móti þeim reyndi Guðmundur Kristjánsson að ná meiri áhrifum í fyrirtækinu.
 
Guðmundur keypti sem kunnugt er 4,2% hlut Landsbankans en hluturinn var ekki auglýstur til sölu áður en hann var seldur.
 
Eyjar.net höfðu fyrst samband við dótturfyrirtæki Landsbankans Horn og þar mætti blaðamaður eyjar.net ekki nokkrum velvilja að ræða málin og var öllum spurningum beint á Landsbankann. Kristján Kristjánsson svaraði síðan í morgun fyrirspurn eyjar.net með eftirfarandi svörum í morgun:
 
1: Hvers vegna var ekki hlutaféð auglýst til sölu og sett í opið ferli?
Tilboð barst í eignarhlutinn sem var talið gott. Því var tekið.
 
2: Var fleirum en kaupanda boðið að kaupa hlutaféð eftir að boð hans um kaup á hlutafénu kom fram?
Tilboð barst í eignarhlutinn sem var talið gott. Því var tekið.

3: Hvað borgaði kaupandinn fyrir hlutaféð í VSV af Horni?
Kaupverð er trúnaðarmál eins og alltaf í slíkum viðskiptum.

4: Hver tekur ákvörðun og ber ábyrgð á sölu hlutabréfum VSV?
Framkvæmdastjóri tekur ákvarðanir um kaup og sölu hlutabréfa félagsins en stærri ákvarðanir eru svo lagðar fyrir stjórn Horns til samþykkis eða synjunar.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-