Dagbók lögreglunnar

Matarpoka stolið

Helstu verkefni frá 4. til 10. apríl 2011

11.Apríl'11 | 16:34

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og þufti lögreglan ekki að hafa afskipti af gestum öldurhúsanna.
 
Um hádegið þann 5. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að poka með matvælum hafi verið stolið þar sem pokinn stóð á gangstétt á Bárustíg fyrir utan verslunina 66. Hafði eigandi pokans verið að bera muni úr bifreið sinni, upp tröppur sem liggja að íbúð sem er fyrir ofan verslunina. Hafði hann skilið ýmsa muni eftir á gangstéttinni á meðan hann fór upp í íbúðina og þegar hann kom síðan aftur hafi verið búið að stela pokanum með matvælunum. Ekki er vitað hver þarna var að verki en lögreglan óskar eftir upplýsingum frá þeim sem gætu hafa séð þegar pokanum var stolið.
 
Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur en hann var mældur á Strandvegi á 89 km/klst. en hámarkshraði á Strandvegi er 50 km/klst. Þá liggja fyrri kærur vegna brota á stöðvunarskyldu og akstur án þess að öryggisbelti hafi verið spennt.
 
Rétt er að benda eigendum ökutækja á að 15. apríl er síðasti dagur sem heimilt er að aka um á nagladekkjum og eru eigendur ökutækja því hvattir til að huga að því að skipta yfir á sumardekkin. Hins vegar verður ekki farið að beita viðurlögum strax og mun lögreglan gefa út tilkynningu um það þegar nær dregur.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.