Samstarf um rekstur tjaldsvæða

8.Apríl'11 | 08:25

Þjóðhátíð

Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfi við áhugasama aðila um rekstur tjaldsvæða. Innifalið í tilboði skal vera allur rekstrarkostnaður við þjónustuna.
 
Vestmannaeyjabær mun þó leggja til húsnæði og annan fastan búnað. Um er að ræða tjaldsvæðið í Herjólfsdal og við Þórsheimilið og er hægt að gera tilboð annað hvort og/eða bæði.
Við yfirferð tilboða verður m.a. litið til:
1. Kostnaðar við þjónustu
2. Aðbúnað ferðamanna
3. Aðgengi að þjónustu svo sem tölvum, nettengingu, veitingum, minjagripum og fl.
4. Framtíðar sýnar hvað samstarfið varðar
Vestmannaeyjabær áskilur sér rétti til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
 
Nánari upplýsingar og útlistun á hugmyndum Vestmannaeyjabæjar um samstarf er hægt að fá í afgreiðslu Ráðhússins eða með tölvupósti á netfangið margret@vestmannaeyjar.is. Frestur til að skila inn hugmyndum að samstarfi í samræmi við gögn hefur verið veittur til 15. apríl n.k.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós Ingólfsdóttir verkefnastjóri.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.