Yfirlýsing frá Eimskip í tilefni viðtals við Sigurð Áss Grétarsson forstöðumanns hafnarsviðs Siglingastofnunar í Eyjafréttum 6. Apríl 2011

7.Apríl'11 | 16:51
Mikil umræða hefur spunnist um siglingar til og frá Landeyjarhöfn og vandræðagang við dýpkun hafnarinnar. Misvísandi upplýsingar og yfirlýsingar frá Siglingamálastofnun hafa valdið óþarfa reiði meðal íbúa Vestmannaeyja og farþega Herjólfs. Af því tilefni vill Eimskipafélagið koma eftirfarandi á framfæri:
Staðreyndir málsins eru þær að nýjasta dýptarkort gefið út af Siglingamálastofnun sýnir að dýpi í hafnarmynni Landeyjarhafnar er hvergi nægjanlegt svo öruggt þyki að sigla inn í höfnina. Sem dæmi þá er minnsta dýpið í hafnarmynninu 4,5 metrar þar sem dýpið á að vera minnst 6 metrar eins er dýpi innan hafnar minnst 3,4 m þar sem dýpið ætti að vera 5,5 m. Til skýringar ristir Herjólfur 4,20 m þegar skipið er í kyrrstöðu en á eðlilegri ferð ristir skipið töluvert meira eða allt að 4,90 m en í þeim útreikningum er ekki gert ráð fyrir neinni hreyfingu skipsins vegna öldu.
 
Fram kemur í Eyjafréttum að Skandia hafi siglt án vandræða um Landeyjarhöfn en það rétta er að skipið tók niðri eftir að nýjasta dýptarkortið var gefið út af Siglingastofnun. Lóðsbátur Eyjamanna fékk á sig brotsjó í innsiglingunni um helgina þegar verið var að koma taug í Skandia sem hafði strandað við dýpkunarstörf. Tveir menn við vinnu í lóðsinum voru hætt komnir við þessi björgunarstörf þegar brotsjór lendi á lóðsinum innan við hafnargarðinn.
 
að er ábyrgðarhlutur að gefa út yfirlýsingar sem stangast á við þau gögn sem liggja fyrir um dýpistölur í Landeyjarhöfn og skella ábyrgðinni og ákvörðunni að sigla eða ekki sigla í Landeyjarhöfn á skipstjórnarmenn Herjólfs. Eins og áður hefur komið fram ber Eimskipafélagið fullt traust til sinna skipstjórnarmanna til að meta aðstæður út frá öryggi farþega, áhafnar og skips sem eru teknar út frá faglegum grunni en ekki út frá þrýstingi frá yfirvöldum eða almenningi.
 
Eimskipafélagið tekur undir yfirlýsingar frá öllum fulltrúum bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum sem birtar voru í Eyjafréttum þar segir meðal annars: „Að sjálfsögðu kemur aldrei til greina að gefa afslátt af öryggiskröfum við Landeyjahöfn. Öryggi sjófarenda þarf ætíð að vera í fyrirrúmi sama til hvaða hafnar er siglt“ og „Farþegaflutningar á erfiðu hafsvæði verða að lúta ítrustu öryggiskröfum, það er ekki tilviljun að strangar kröfur séu gildi við suðurströnd Íslands.“
 
Eimskip hefur sömu áhyggjur og Eyjamenn af stöðu mála varðandi þá óvissu sem skapast hefur vegna siglinga um Landeyjarhöfn. Hagur allra aðila er að höfnin opnist sem fyrst.
Árétta skal að þau vandræði sem hafa skapast við siglingar um Landeyjarhöfn eru m.a. vegna veðurfars, ölduhæðar, dýpis við og í höfninni, öskuframburðar úr Eyjafjallagosi, stærð Herjólfs, hönnun hafnar og mannvirkja og vandræðagangs við dýpkun hafnarinnar. Ekki er hægt að hafa áhrif á marga þessara þátta en við verðum að sameinast um að leysa þá þætti sem við höfum stjórn á og koma þannig málum fyrir að öruggari og betri samgöngur komist á milli lands og eyja.
 
Á meðfylgjandi skýringarmyndum má vel sjá nýjustu dýpistölur gefnar út af Siglingastofnun þann 4. apríl sem sýna að ekki er nægt dýpi til siglinga. Eins má sjá skýringarmynd sem útskýrir djúpristu Herjólfs, en hægt er að smella á þær til að sjá stærri útgáfu.
 
Skýringarmyndir má sjá hér
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.