Vöndum málflutning okkar

Ragnar Óskarsson skrifar

7.Apríl'11 | 13:38

Raggi Óskars, Ragnar óskarsson

Sjósamgöngur okkar Vestmannaeyinga hafa meira og minna verið í miklum ólestri í vetur. Við höfum því eðlilega verið pirruð og svekkt, sérstaklega þar sem svo miklar væntingar voru bundnar við opnun Landeyjahafnar síðastliðið sumar. Ég ætla ekki að kenna einum frekar en öðrum um hvernig ástandið hefur verið í vetur en ef fyllstu sanngirni er gætt leika náttúruöflin langstærsta hlutverkið. Bilanir og líklega einhver mannleg mistök koma án efa eitthvað einnig við sögu eins og gengur. Af þessu þurfum við að læra.
Þegar við gagnrýnum ástandið er mikilvægt að það sé gert með málefnalegum og vel ígrunduðum hugmyndum en ekki upphrópunum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það skilar okkur Vestmannaeyingum mestu þegar upp er staðið.
Mér brá þess vegna nokkuð þegar ég hlustaði á viðtal við bæjarstjórann í Vestmannaeyjum í Kastljósi nú á dögunum. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að einfaldlega ætti að opna Landeyjahöfn fyrir siglingu minni báta með farþega milli Lands og Eyja. Ég held og vona að þessu hafi verið slegið fram í fljótfærni því kjarni málsins, nefnilega öryggiskröfurnar sem gerðar eru til farþegasiglinga, gleymdust. Fjölmörum Eyjamönnum fannst þetta útspil bæjarstjórans afleitt og ekki okkar samgöngumálum til framdráttar.
Bæjarstjórinn hefur reyndar í yfirlýsingu og sem betur fer dregið í land og er það nokkur huggun harmi gegn.
Ég held að í öllum framfaramálum vinnist sigrar með rökfestu og eftirfylgni en upphrópanir eru alltaf skammgóður vermir.
Við eigum að sjálfsögðu að berjast fyrir nýju skipi sem hæfir Landeyjahöfn og þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í samfélaginu sem eigum viðekki að leggja árar í bát. En umfram allt. Vöndum málflutning okkar, það er drýgst.
Ragnar Óskarsson
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.