Einokun og einangrun

eftir Sigurmund Gísla Einarsson

7.Apríl'11 | 08:28
 
Í framhaldi af frétt í Morgunblaðinu 6. apríl „Stífar kröfur til siglinga milli Eyja og Landeyja“ vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
 
Í Vestmannaeyjum rek ég ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours sem sérhæfir sig í afþreyingu fyrir ferðamenn. Fyrirtækið hefur rekið ferðamannabátinn Víking í ellefu ár og hefur glatt og lyft upp lífi margra sem heimsótt hafa „Safír Atlantshafsins“.
Farþegar komast tvær leiðir til Eyja: með flugi og síðan sjóleiðina. Í dag er staðan sú að flugleiðinni er vel sinnt af flugfélaginu Örnum og eiga þeir heiður skilið fyrir góða þjónustu.
 
Saga farþegaflutninga á sjó er hins vegar í dag ein sorgarsaga. Herjólfur sem er okkar aðalsamgönguæð siglir nú í Þorlákshöfn, ferð sem tekur hátt í þrjá tíma aðra leið. Ég tek fram að við höfum frábæra áhöfn á Herjólfi sem sinnir sínum störfum af alúð og ábyrgð. Við höfum búið við þessa siglingaleið undanfarna áratugi. Á síðasta ári var opnuð ný höfn á Suðurströndinni, Landeyjahöfn, hálftíma siglingaleið frá Eyjum.
 
Sorglegt en satt, þetta mannvirki virkar ekki sem skyldi til farþegaflutninga. Höfnin er ekki fullkláruð. Það vantar ytri garða sem þurfa að ná lengar út í sjó, út fyrir brot. Fyrir bragðið er höfnin búin að vera ófær meiri hluta tímans frá „opnun“. Meginástæða er að Siglingastofnun, sem er umsjónaraðili hafnarinnar, setti bann þann 22. júlí sl. sem gildir fyrir aðra báta en Herjólf. Þetta þýðir á mannamáli að Herjólfur er með sérleyfi til siglinga í Landeyjahöfn. Það eru í Eyjum farþegabátar sem geta sinnt flutningum á fólki milli Landeyjahafnar og Eyja sem eru ekki háðir sama dýpi og Herjólfur. Þetta eru bátar sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til siglinga með farþega. Þetta eru bátar sem eru með fullgild haffæriskírteini á hafinu við Vestmannaeyjar sem er skilgreint sem opið úthaf og þar af leiðandi B-svæði. Takmarkanir eru skilgreind hámarks ölduhæð.
 
Nánar í Morgunblaðinu í dag

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).