Áhættumat og að gefnu tilefni

Georg Eiður Arnarson bloggar

7.Apríl'11 | 13:06

Georg Arnarson

Áhættumat er kannski það orð sem heyrist oftast þessa dagana, bæði varðandi Landeyjahöfn og Icesave.
 
Það er svolítið furðulegt að hugsa til þess að á sínum tíma voru lagðir talsverðir peningar í það að fá hingað erlent áhættumats fyrirtæki, til þess að meta muninn á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn, Vestmannaeyjar - Landeyjahöfn út frá áhættu sjónarmiði. Niðurstaðan var, að Þorlákshafnar leiðin væri 6 sinnum hættulegri heldur en leiðin til og frá Landeyjahöfn. Nú ryðst bæjarstjórinn fram á völlinn og vill að Landeyjahöfn verði opnuð minni bátum. Ég skil þetta sjónarmið hans vel, enda alveg augljóst að þessu var lofað af m.a. bæjarstjóranum okkar á sínum tíma, en hafa verður í huga, eins og ég hef orðað áður í grein frá mér, að Elliði er illa haldinn af því sem ég kalla Keikó syndrome.
 
Það furðulegasta við þetta mál allt saman er, að þó að PH Viking sé bannað að sigla til Landeyjahafnar, þá veit ég ekki betur en að hann geti siglt til Þorlákshafnar, svo maður spyr sig óneitanlega, hversu mikils virði var þetta svokallaða áhættumat á sínum tíma?
 
Varðandi Icesave, þá heyrði ég þau rök í vikunni frá svokölluðu Já-fólki, að aðilar í fjármálageiranum sem væru að áhættumeta þjóðir, t.d. varðandi lánstrausts osfrv. að þeir aðilar væru eindregið á því að við ættum að segja já. Á það var hins vegar bent að þessir sömu aðilar og fyrirtæki höfðu einmitt dásamað í bak og fyrir hina svokölluðu útrás okkar Íslendinga á erlendum fjármálamörkuðum, svo hversu mikils virði er svona áhættumat?
 
Að gefnu tilefni, smá viðbót við lokagrein mína um Landeyjahöfn. Ég heyrði leiðinlegar fréttir af því frá síðustu helgi, að ansi fámennt hefði verið í sumum fermingar veislunum og jafnvel allt að 50 manns hefðu ekki mætt vegna þess að Landeyjahöfn var lokuð. Sjálfur er ég að ferma um næstu helgi og hafa nokkrir þeir sem ætluðu að koma ofan af landi afboðað vegna þess að Landeyjahöfn er lokuð, þrátt fyrir það að ég hafi varað við þessari stöðu með margra vikna og mánaða fyrirvara, þá er þetta fyrst og fremst dapurleg staðreynd og einnig ljóst að tjón okkar Eyjamanna varðandi Landeyjahöfn, sérstaklega ef horft er til ferðaþjónustunnar, skiptir nú þegar tugum milljóna, svo ég ætla að reyna að orðan þetta núna skýrt og greinilega í eitt skipti fyrir öll, það sem hafa þarf í huga er þetta: Útreikningar Siglingamálastofnunar varðandi sandburð, ríkjandi vindáttir, öldugang, hönnun hafnarinnar ásamt yfirlýsingum um skjól vegna nálægðar við Heimaey, snilldar hönnunar hafnarinnar þannig að inn í höfnina gengju aldrei neinar öldur, frátafir osfrv. osfrv., allt reyndist þetta rangt, hver ein og einasta niðurstaða og sem dæmi þá er samkv. útreikningi þeirra gert ráð fyrir um 3% frátöfum yfir vetrarmánuðina en frá því að höfnin var opnuð, þá eru frátafir farnar að nálgast 70%, en samt halda þeir því fram, að samkv. útreikningi þeirra verði engar frátafir yfir sumarmánuðina.
 
Sl. mánuð hefur verið mikið um suðlægar áttir hér í Eyjum, en ég fyrir mitt leyti hef oft sinnis farið í gegnum heilt sumar með svona tíðarfari, ef undanskilin eru síðustu 4-5 árin og að gefnu tilefni, fyrir þá sem ætla að ferðast til Eyja í sumar, þá er alveg sjálfsagt að panta með skipinu frá Landeyjahöfn, en ég myndi hafa varann á mér og panta líka í gegnum Þorlákshöfn, og í raun og veru er kannski miklu öruggara að panta í gegnum Þorlákshöfn, því ef fært er í Landeyjahöfn, þá eru að sjálfsögðu fleiri ferðir í boði þá leiðina. Einnig vil ég benda á það, að ef við tökum sem dæmi af síðustu 10 Þjóðhátíðum, þá höfum við tvisvar á þeim tíma fengið austan 40 metra, og því nauðsynlegt fyrir alla aðila að standa klárir, því veðrið er ekki eitthvað sem við getum reiknað með að verði eins og við viljum. Það erum við sem þurfum að aðlaga okkur að náttúrunni en ekki öfugt.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is