Sigling á smærri skipum sem ekki uppfylla öryggiskröfur fæli í sér mikla áhættu

6.Apríl'11 | 13:45

Herjólfur

Að gefnu tilefni viljum við undirrituð fulltrúar Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri. Undirrituð munu ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja að afsláttur verði veittur á öryggiskröfum varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Farþegaflutningar á erfiðu hafsvæði verða að lúta ítrustu öryggiskröfum, það er ekki tilviljun að strangar kröfur séu gildi við suðurströnd Íslands.
Sigling á smærri skipum sem ekki uppfylla öryggiskröfur fæli í sér mikla áhættu, hana er rangt að taka. Auk þess verður ekki séð að einfaldara verði að halda uppi öruggri áætlun á smærri skipum eða að lausn felist í þeirri hugmynd. Traustar og öruggar samgöngur eru lykilatriði í rekstri á nútíma samfélagi. Siglingar milli Lands og Eyja verður að þróa með það í huga. Þó harðni á dalnum er aldrei gott að láta tilfiningarnar troða á skynseminni.
 
 
 
Páll Scheving Ingvarsson
 
Jórunn Einarsdóttir
 
Guðlaugur Friðþórsson
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is