Vill að sérleyfi Herjólfs í Landeyjahöfn verði aflétt

5.Apríl'11 | 10:45

Herjólfur

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur ritað innanríkisráðherra og siglingamálastjóra bréf þar sem hann óskar eftir því að sérleyfi Herjólfs til siglinga í Landeyjahöfn verði þegar aflétt og öðrum bátum og skipum með leyfi til farþegaflutninga heimilað að nýta Landeyjahöfn.
Elliði bendir á að siglingar í Landeyjahöfn hafa legið niðri frá áramótum og enn virðist sem nokkur dráttur verði á að dýpi við höfnina verði nægjanlegt fyrir Herjólf. Ekkert sé hins vegar sem hindri að skip sem rista minna en Herjólfur noti höfnina.
 
Að sögn Elliða hefur samfélagið í Vestmannaeyjum orðið fyrir miklum skaða vegna vegna vandamála sem komið hafa upp við Landeyjahöfn og ber hann því fram ósk sína með sérstöku tilliti til þess að háannatími í ferðaþjónustunni nálgast.
 

Bréf bæjarstjórans:
Vestmannaeyjum 04.apríl 2011
Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra
Hermann Guðjónsson Siglingamálastjóri
 
 
Eins og viðtakendum þessa tölvupóstar er kunnugt um hafa siglingar í Landeyjahöfn nú legið niðri nánast alveg frá því um áramót. Dýpkunartilburðir hafa gengið brösuglega og hvert áfallið eftir annað dunið yfir. Miðað við nýjar mælingar er dýpi í höfninni þó nánast orðið viðunandi ef frá eru taldir hólar í rennu og milli garða sem hindra Herjólf í siglingum um höfnina. Hólar þessir eru á um 4,5 – 4,7 metra dýpi en víðast hvar er dýpið nú yfir 5 metrum í rennu og milli garða. Miðað við ölduspá er útlit fyrir að enn verði nokkur dráttur á að dýpi verði nægilegt fyrir Herjólf enda ristir ferjan meira en æskilegt er. Ekkert hindrar hinsvegar að aðrir bátar sem rista minna noti höfnina og veiti þá mikilvægu þjónustu sem höfninni er ætlað að auðvelda.
 
Ekki þarf að fjölyrða um þann mikla skaða sem samfélagið í Vestmannaeyjum hefur orðið fyrir vegna byrjunarerfiðleika og utanaðkomandi þátta. Með tilliti til þess að nú fer í hönd háannatími í ferðaþjónustu óska ég eindregið eftir því að sérleyfi Herjólfs til siglinga í Landeyjahöfn verði þegar aflétt og öðrum bátum og skipum með leyfi til farþegaflutninga heimilað að nýta Landeyjahöfn eins og allrar aðrar hafnir við strendur Íslands svo fremi sem veður eða aðrar aðstæður hindri ekki siglingu. Með því er hægt að draga úr þeim mikla skaða sem eldgos og aðrir utanaðkomandi þættir hafa valdið.
 
Komandi helgi er mikilvæg fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og því óska ég eindregið eftir því að hratt verði brugðist við þessari ósk.
 
Kveðja
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri í Vestmanneyjum
 
 
Afrit sent á:
Sigurður Áss Grétarson
Ragnhildur Hjaltadóttir
Þingmenn Suðurlands
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).