Dagbók lögreglunnar

Tveir þjófnaðir kærðir til lögreglunnar í síðustu viku

Helstu verkefni frá 28 mars til 4. apríl 2011

5.Apríl'11 | 15:06

Lögreglan,

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu verkefna sem upp komu.
 
Lögregla þurfti í tvígang að vista sama aðila í fangageymslu lögreglu vegna ölvunar á almannafæri, en um er að ræða erlendan ríkisborgara sem hefur verið á vappi um Heimaey undanfarnar vikur. Eftir að runnið var af manninum hélt hann upp á land með Herjólfi.
 
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna höfðu þrír aðilar ráðist að manni fyrir utan skemmtistaðinn Lundann að morgni 3. apríl sl. Ekki liggur fyrir hver ástæða árásarinnar var en málið er í rannsókn.
 
Tveir þjófnaðir voru kærðir til lögreglu í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu farið inn félagsheimilið Rauðagerði og þaðan stolið Playstation 3 leikjatölvu og FIFA knattspyrnuleikur. Þá var eitthvað tekið af peningum sem voru í peningakassa. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað að kvöldi 31. mars sl. eða aðfaranótt 1. apríl sl. Lögreglan hvetur foreldra að fylgjast með því hvort börn þeirra séu nýkomin með Playstation 3 leikjatölvu í hendurnar án þess að eðlileg skýring fylgi með.
 
Þann 1. apríl var lögreglu tilkynnt um að 6 járnmottum hafi verið stolið við Skipalyftuna á tímabilinu 23. mars til 1. apríl sl. Er ljóst að við flutning á þessum mottum hefur þurft vörubifreið eða kerru og eru þeir sem urðu varir við óeðlilegan flutning frá Skipalyftunni á þessu tímabili vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Þann 27. mars sl. var lögreglu tilkynnt um að brotist hafi verið inn í gömlu Fiskiðjuna v/Strandveg og þar unnar skemmdir með lyftara sem var þar inni. Eru þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir við Fiskiðjuna aðfaranótt 27. mars sl. vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Þann 1. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um vinnuslys um borð í Glófaxa VE en þarna hafði einn skipverjinn klemst á milli tveggja kara þegar verið var að landa aflanum úr skipinu. Ekki er talið að um alvarlega áverka sé að ræða.
 
Sama dag var lögreglu tilkynnt um bifhjólaslys á Nýjahrauni en þarna hafði ökumaður torfæruhjóls dottið á hjólinu með þeim afleiðingum að hann slasaðist á hendi.
 
Alls liggja fimm kærur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án réttinda, ólöglega lagningu ökutækis og brot á reglum um skráningu ökutækja.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.