Hægt að sigla þarna inn á eiginlega öllu nema Herjólfi

segir Róbert Marshal

5.Apríl'11 | 14:32

Róbert Marshall

„Það er grátlegt að horfa upp í Landeyjar eins og núna um helgina, spegilslétt og milt og hægt að sigla þarna inn á eiginlega öllu nema Herjólfi,“ segir Róbert Marshall þingmaður Suðurkjördæmis og Vestmanneyingur í samtali við Eyjuna.
Svo sem kunnugt er hefur Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum farið þess á leit að sérleyfi Herjólfs til að nýta Landeyjahöfn verði fellt úr gildi, svo að önnur skip geti nýtt sér hina nýju höfn.
 
„Ég tek undir þetta með Elliða,“ segir Róbert. „Mesta ferðasumar sögunnar er að hefjast í Vestmannaeyjum og því miður hafa ráðstafanir stjórnvalda hvergi dugað til. Dæluskipið sem fengið var í verkið hefur lítið getað sinnt því vegna bilana og sjólags sem það ræður illa við. Það þyrfti að kanna möguleikann á því að fá stórvirkara dæluskip sem starfað getur fram á næsta vetur svo hægt verði að halda höfninni opinni allt árið.
 
Þetta sýnir líka þörfina á því að hefja þegar hönnun og smíði nýrrar ferju eins og ég hef hvatt innanríkisráðherra til.“

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%