Aðstæður varasamar í Landeyjahöfn

5.Apríl'11 | 14:54
Siglingastofnun segir, að með tilliti til öryggissjónarmiða og þess rysjótta tíðarfars, sem nú ríki, geti stofnunin ekki fallist á opna Landeyjahöfn fyrir farþegasiglingum annarra skipa en Herjólfs.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, og Hermanni Guðjónssyni, siglingamálastjóra, bréf þar sem farið er fram á að sérleyfi Herjólfs til siglinga í Landeyjahöfn verði aflétt og að smærri skipum verði gefinn kostur á að sigla milli hafnarinnar og Vestmannaeyja með farþega.
 
Í svarbréfi Hermanns Guðjónssonar, siglingamálastjóra, segir að hafsvæðið milli Eyja og Landeyjahafnar sé í svonefndum flokki B og þurfi farþegaskip, sem þar sigla, að uppfylla tiltekin skilyrði reglugerðar um smíði og búnað. Aðeins tvö íslensk farþegaskip hafi verið tekin út með tilliti til siglinga á hafsvæði B, Herjólfur og Grímseyjarferjan Sæfari. Þá hafi Siglingastofnun gefið farþegaskipinu Baldri heimild til siglinga á hafsvæði B að undangenginni úttekt og að vissum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt þessu hafi Herjólfur ekki sérleyfi Siglingastofnunar á leiðinni milli lands og Eyja.
 
Þá segir, að reynsla síðustu mánaða sýni að aðstæður til siglinga smærri báta í og við hafnarmynni Landeyjahafnar geti verið varasamar og megi í því sambandinu vísa til atviks sem varð á sunnudag þegar Lóðsins í Vestmannaeyjum var að aðstoða dýpkunarskipið Skandia.
 
Þá fékk Skandia á sig brot í hafnarmynninu og rak upp í sand inni í höfninni og festist. Lóðsinn var fenginn til að draga skipið aftur á flot en í fyrstu tilraun slitnaði taugin á milli Skandia og Lóðsins og flæktist í skrúfunni á dæluskipinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.