Skandia strandaði í Landeyjahöfn

4.Apríl'11 | 15:04
Dæluskipið Skandia strandaði í Landeyjahöfn í gær. Lóðsinn frá Vestmannaeyjum losaði skipið og hófst dæling úr höfninni aftur í morgun.
Að sögn Guðjóns Egilssonar hjá Íslenska gámafélaginu fékk skipið á sig brot í hafnarmynninu og rak upp í sand inni í höfninni og festist. Ekki varð tjón á skipinu og Lóðsinn var fenginn til að draga það aftur á flot. Í fyrstu tilraun slitnaði taugin á milli Skandia og Lóðsins og flæktist í skrúfunni á dæluskipinu.
 
Skandia lá við bryggju í Landeyjahöfn á meðan losað var úr skrúfunni.
 
Ölduhæð við höfnina er nú 1,9 metrar og hefur dæling gengið vel í dag að sögn Guðjóns. Lóðsinn var fenginn til að mæla dýpið í höfninni í morgun og Siglingastofnun mun í kjölfarið gefa út nýja spá um hvenær Herjólfur getur hafið siglingar þangað aftur.
 
www.sunnlenska.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is