Guðbjörg beðin afsökunar af DV

4.Apríl'11 | 07:16

Gugga Matt Guðbjörg Mattíasdóttir

Í frétt í DV miðvikudaginn 30. mars 2011 var sagt frá því að Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona úr Vestmannaeyjum, hefði selt tæplega 7,4 milljónir hluta í Glitni sem hún átti persónulega. Verðmæti umræddra hlutabréfa var í kringum 130 milljónir. Þessi frétt DV var ekki rétt. Sannleikurinn er sá að Guðbjörg á ennþá umrædd hlutabréf í Glitni.
Hinar röngu upplýsingar um hina meintu sölu Guðbjargar á hlutabréfunum í Glitni koma fram í hluthafalista um 250 stærstu hluthafa bankans sem DV hefur undir höndum. DV hefur sagt nokkrar fréttir sem byggja á umræddum hluthafalista, meðal annars um sölu Bjarna Benediktssonar á hlutabréfum í Glitni í febrúar 2008. Lögmaður Guðbjargar sendi DV yfirlit frá Íslandsbanka síðastliðinn föstudag þar sem fram kemur að Guðbjörg á enn umrædd hlutabréf í Glitni sem nú eru orðin verðlaus.
 
Við eftirgrennslan DV kom í ljós að við gerð hlutahafalistans sem DV hefur undir höndum höfðu verið gerð mistök þannig að svo virtist sem Guðbjörg hefði selt umrædd hlutabréf í maí 2008. Þessi mistök voru tilkomin með þeim hætti að frá því í maí 2008 og þar til í júní hvarf Guðbjörg af lista yfir 100 stærstu hluthafa bankans, en mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf Glitnis í maí, meðal annars vegna kaupa starfsmanna Glitnis á bréfum bankans. Þar sem Guðbjörg var ekki lengur meðal 100 stærstu hluthafa bankans í júní 2008, og kom því ekki fram á listanum yfir þessa 100 stærstu hluthafa, voru þær upplýsingar færðar inn í hluthafalistann að hún hefði selt bréf sín í bankanum. Þetta er ekki rétt, líkt og áður segir.
 
DV dregur umrædda frétt hér með til baka og biður Guðbjörgu Matthíasdóttur afsökunar á því að hafa sagt að hún hafi selt þessi hlutabréf sín í Glitni á þessum tíma.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.