Nái núverandi stefna stjórnvalda fram að ganga mun það valda enn meiri óróa í því viðskiptaumhverfi sem sjávarútvegurinn býr við í dag

1.Apríl'11 | 08:29

Huginn VE

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir andstöðu við þau vinnubrögð sem voru viðhöfð í aðdraganda nýrrar reglugerðar sjávarútvegsráðherra um veiðar á makríl. Fyrir liggur að ef ekki hefði komið til breytinga á úthlutunarreglum hefðu útgerðir í Vestmannaeyjum fengið úthlutuðum 48.927 tonnum. Handaflsaðgerðir ráðherra verða hinsvegar til þess að þessum tonnum fækkar um 7896. Höggið sem er í anda fyrningaleiðar er mikið fyrir samfélagið í Eyjum. Þannig eru tapaðar tekjur samfélagsins um 1250 milljónir. Þar af eru tapaðar launatekjur sjómanna um 133 milljónir og tapaðar tekjur landverkafólks um 71 milljón.
 
Það vekur sérstakan ugg að með þessum vinnubrögðum er gefin forsmekkur af því sem koma skal. Með handaflsaðgerðum og án samráðs við alþingi eða þingnefndir geta stjórnmálamenn nú sveiflað til milljörðum. Slíkt er ávísun á spillingu og pólitíska greiða.
 
 
 
Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir því til þingmanna Suðurkjördæmis að beita sér af öllu afli gegn þeirri þróun sem nú á sér stað í málefnum sjávarútvegsins. Nái núverandi stefna stjórnvalda fram að ganga mun það valda enn meiri óróa í því viðskiptaumhverfi sem sjávarútvegurinn býr við í dag.
 
 
 
Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa staðið af sér átök við náttúruna svo sem aflabrest og eldgos en þeim er erfitt að glíma við stjórnvöld sem með handafli flytja frá þeim verðmæti og færa ýmist samkeppnisaðilum þeirra verðmætin eða ríkisvæða þau.
 
 
 
Undirþetta skrifuðu:
 
Elliði Vignisson (D)
 
Gunnlaugur Grettisson (D)
 
Guðlaugur Friðþórsson (V)
 
Páll Marvin Jónsson (D)
 
Páll Scheving Ingvarsson (V)
 
Páley Borgþórsdóttir (D)
 
 
 
Ályktunin var samþykkt með sex atkvæðum, Jórunn Einarsdóttir (V) sat hjá.
 
 
 
Jórunn Einarsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og bókar að hún tekur undir fyrri hluta ályktunarinnar þar sem fjallað er um það högg sem samfélagið verður fyrir, en situr hjá við afgreiðsluna vegna orðalags ályktunar í heild sinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is