Minningagrein

Helga Tryggvadóttir skrifar

31.Mars'11 | 08:44
Það sem er bæði erfiðast og skemmtilegast í þessum heimi eru samskipti. Eitthvað sem liggur í augum uppi, en við erum ekkert að velta sérstaklega fyrir okkur. Það á að vera sjálfsagt að hlutirnir gangi vel fyrir sig, líka samskipti.
Þegar við rifjum upp skemmtilegustu stundirnar í lífinu eru alltaf einhverjir aðrir með. Þó svo mér finnist fínt að vera ein heima stundum, prjóna og góna á sjónvarpið, er það samt ekkert ofboðslega skemmtilegt, frekar svona notalegt.
Minningarnar sem ylja manni eru tengdar fólki, fjölskyldu og vinum. Þetta þurfa ekki að vera einhverjir stórkostlegir hlutir eins og ferðalög til útlanda eða út að borða á fansí veitingastað. Hlátursköst, faðmlög, eldhúsborðið heima, samtöl, gönguferðir og fleira hversdagslegt, og alltaf er einhver með okkur í þessum minningum. Samveran. Svo munum við líka vel þegar við finnum fyrir velvilja og hlýju, þegar einhver er góður við okkur. Góðar minningarnar tengjast oftast af góðum samskiptum.
 
Það er eins með erfiðu og leiðinlegu minningarnar. Oftast tengjast þær samskiptum, eða skorti á samskiptum. Eitthvað sem við upplifum sem er erfitt og óréttlátt. Eitthvað sem einhver sagði við okkur, eða gerði okkur. Eða við gerðum öðrum. Enginn er fullkominn, öllum verður fótaskortur á tungunni einhvern tímann og allir gera eitthvað sem þeir hefðu betur sleppt.
 
Ég talaði við einn í fyrsta bekk sem sagði mér að sætaskipan í bekknum hefði verið breytt til þess að allir myndu kynnast öllum í bekknum. Guttinn var ánægður með þetta. Hann hafði þó áhyggjur af því að nýi sessunauturinn væri yfirleitt þreyttur og pirraður og nennti ekki að læra. Við ræddum hvort hann gæti gert eitthvað til að létta bekkjarfélaganum lífið. Jú, vera góður, hjálpa honum að læra og líka vera skemmtilegur. Reyna að hafa góð áhrif með því að vera jákvæður. Sessunauturinn á eflaust eftir að minnast guttans með bros á vör.
 
Það eru til frábærir íþróttamenn, duglegir að æfa og stútfullir af hæfileikum. En fyrir kemur að þeir eru hundleiðinlegir, sýna hroka og gagnrýna andstæðinga jafnt sem félaga. Kenna öllum öðrum um þegar hlutirnir ganga ekki upp, rífast og skammast eins og vindurinn. Það eru líka til íþróttamenn sem eru kannski ekki þeir bestu í hópnum, en eru ómetanlegir fyrir liðið af því þeir hrósa og hvetja óspart. Þeir smita út frá sér með jákvæðnina að vopni. Ég þekki nokkra svona og það eitt að hugsa um þá yljar manni um hjartaræturnar.
 
Samskipti geta verið svo skemmtileg, en líka svo leiðinleg. Svo einföld og líka svo skrambi flókin.
 
Hvernig viljum við að aðrir minnist okkar?
 
Guttinn í fyrsta bekk er líklega með þetta. Líka íþróttamaðurinn sem hvetur og úðar jákvæðni í kringum sig.
 
Helga Tryggva.
 
 
Tekið af ibvsport.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%