Borgar enn af ónýtu húsi

31.Mars'11 | 08:56
Íbúðalánasjóður getur ekki fellt niður skuld af ónýtu húsi hafi það ekki verið tryggt. Fyrrverandi húseigandi er ósáttur við að borga enn af húsi sem búið er að rífa.
Kastljós fjallaði á dögunum um einbýlishús í Vestmannaeyjum sem stefnt er að því að rífa eftir að veggjatítlur fundust við lagfæringar á þaki þess. Anna Sigmarsdóttir bjó í umræddu húsi í mörg ár. En húsið sem hún bjó síðast í fór sömu leið. Húsið var rifið í kjölfar óveðurs aðfaranótt 10. október fyrir rúmu ári. Þá flúði Anna að heiman eftir að þak hússins rifnaði upp. Hún segir að tengdasonur sinn og skipsfélagar hans hafi aðstoðað sig við að bera út úr húsinu á nokkrum klukkutímum.
 
Anna hafði búið í húsinu í tæpan áratug. Ýmislegt hafði verið lagfært og sumarið fyrir storminn var gert við þakið. Húsið skemmdist mikið í óveðrinu en var ekki dæmt ónýtt. Anna mat það svo að það yrði of dýrt að gera við húsið og var orðið við beiðni hennar um niðurrif.
 
Anna óskaði eftir því að skuld hennar við Íbúðalánasjóð yrði felld niður en því var synjað. Samkvæmt lögum um húsnæðismál er Íbúðalánasjóði óheimilt að afskrifa kröfur ef venjubundin fasteignatrygging er ekki fyrir hendi. Þar er ekki átt við skyldubundna brunatryggingu heldur valfrjálsa húseigendatryggingu sem bætir til dæmis tjón vegna óveðurs. Með lögunum er komið í veg fyrir það að afskriftir sjóðsins komi í staðinn fyrir tryggingar.
 
Anna segir að hún fái enn innheimtuseðla frá Íbúðalánasjóði. Það er andstætt þeirri meginreglu að sjóðurinn hætti að innheimta eftir nauðungarsölu eignar. Sparisjóður Vestmannaeyja eignaðist lóðina á uppboði og áformar að selja hana til að fá upp í sínar kröfur. Anna er ósátt við að geta ekki fengið fyrirgreiðslu frá Íbúðalánasjóði vegna skuldarinnar. Hún getur fyrst sótt um slíkt eftir fimm ár, en almenna viðmiðið er að tíu ár þurfi að líða þar til hægt er að fá íbúðalán aftur frá sjóðnum.
 
www.ruv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%