Gefur duflið rétta mynd af aðstæðum í Landeyjahöfn?

Myndagallerý fylgir með fréttinni

30.Mars'11 | 12:58
Í morgun gaf Siglingastofnun það út að ekki yrði hægt að sigla á ný í Landeyjahöfn um næstu helgi eins og vonir manna stóðu til enda hefur Skandia náð að grafa þar undanfarna daga.
Öldu- og veðurspá næstu daga er ekki jákvæð og því ekki útlit fyrir því að hægt verði að opna höfnina á ný fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku.
 
Eyjar.net heyrði hljóðið í einum áhafnarmeðlima Skandia til þess að forvitnast um aðstæður í höfninni þegar Skandia er þar við vinnu. Vildi hann meina að duflið gæfi ekki rétta mynd af ölduhæðinni þar sem að Skandia þarf að grafa enda fer vinnan helst fram í hafnarminninu en ekki úti þar sem duflið er stadd. Duflið er staðsett töluvert fyrir utan hafnarminnið og er dýpið þar á bilinu 20-40 metrar en í hafnarminninu 2-6 metrar og eins og sjá má á myndinni með fréttinni þá brýtur töluvert í hafnarkjaftinum sjálfum. Svipaðar öldur og þessi koma inn á nokkra mínútur fresti og brjóta hressilega á skipinu að sögn skipverja um borð í Skandia.
 
Myndin er tekin þegar ölduduflið sýnir 1.5 metra ölduhæð en samt brýtur töluvert í hafnarminninu og því er rétt að spyrja hvort að duflið gefur rétta mynd af aðstæðum við Landeyjahöfn.
 
 Hægt er að skoða myndir sem teknar voru um borð í Skandia hér

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.