Mottumars

Júlíus Ingason hefur tekið sig á í söfnunni eftir að hafa verið undir á tímabili

Kjartan Vídó segir aldrei ætla að tapa fyrir Arsenal manni

29.Mars'11 | 08:41
Nú eru rétt um tveir dagar eftir að áttaki Krabbameinsfélagsins Mottumars og því rétt að fara yfir stöðu mála hjá þeim sem hafa skráð sig til leik frá eyjum bæði í einstaklings- og liðakeppninni.
Sem fyrr er Ágúst Sverrir Daníelsson í einstaklingskeppninni en hann hefur safnað 82.000 krónum. Ágúst lofaði þeim sem að legðu honum lið í söfnunni að ef hann myndi safna yfir 75.000 krónum þá myndi hann hlaupa 5km í eyjum á sundskýlunni einni fata. Ekki hefur Ágúst staðið við það loforð en drengurinn er staddur á Spáni að nudda leggi ÍBV liðsins og er honum því fyrirgefið í bili. Ágúst hefur safnað sjöundu mestu upphæðinni í einstaklingskeppninni.
Bjarki Hjálmarsson er í öðru sæti yfir eyjamenn í keppninni en hann safnar mottu til minningar um móður sína sem lést í október á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein. Bjarki hefur náð að safna 66.000 krónum.

Vinir Ketils Bónda þurfa að gera betur
Í liðakepnninni eru starfsmenn Eyjablikk en strákarnir þar hafa safnað 27.000 krónum en þeir tóku nýverið fram úr strákunum í Vinum Ketils Bónda sem hafa safnað 25.999 krónum. Heimildir Eyjar.net herma að innan herbúða Vina Ketils Bónda séu menn ekki sáttir við stöðu mála enda miklir keppnismenn þar innanbúða og ætla þeir sér framúr Eyjablikk á lokasprettinum.

Greinilegt að Júlíus hefur tekið sig á
Í keppni ritstjóra eyjar.net og eyjafrettir.is þá leiðir Júlíus Ingason þá keppni eins og er en hann hefur safnað 20.000 krónum. Í síðustu umfjöllun eyjar.net um keppni þeirra þá var Kjartan Vídó búinn að safna meira og Júlíus greinilega tekið það inn á sig að vera að tapa og hefur hann í framhaldinu farið í mikla söfnun. Eyjar.net heyrðu hljóðið í Kjartani Vídó og vildi hann koma þeim skilaboðum á framfæri að hann myndi aldrei tapa fyrir Júlla vini sínum enda Júlli Arsenal maður og fyrir þeim tapar maður ekki. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%