Eyjaklerkur bíður með öndina í hálsinum

Verður Landeyjahöfn opnuð á miðvikudag eða ekki?

28.Mars'11 | 14:49
Runninn er upp dagur spádómanna á Siglingamálastofnun: Verður Landeyjarhöfn opnuð á miðvikudaginn kemur eða ekki? Eyjaklerkur spyr hver standi ekki á öndinni á slíkri ögurstundu í sögu hafnarinnar.
Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs hjá Siglingastofnun, segir í samtali við Pressuna að spádómurinn sem beðið er eftir verði birtur á heimasíðu stofnunarinnar seint í dag. Verið sé að kanna hvar og hve mikið þurfi að dýpka í viðbót til að hægt sé að opna höfnina á miðvikudag.
 
"Það eru helmingslíkur á að það takist en þetta kemur betur í ljós þegar líður á daginn."
 
Séra Kristján Björnsson er einn margra í Eyjum sem bíða í ofvæni eftir fréttunum.
 
Á Facebook-síðu sinni segir hann:
 
"Mánudagur: Dagur spádómanna á Siglingarstofnun. Hver stendur ekki á Öndinni á slíkri ögurstundu í sögu Landeyjarhafnar?""
Sigurður Áss segist vona að upphaflegar forsendur fyrir Landeyjahöfn taki aftur gildi þegar búið verður að ryðja burt sandinum sem barst niður með Markarfljóti og vegna aðskiljanlegra aðstæðna safnaðist í og framan við höfnina.
 
Fyllist hún ekki strax aftur?
 
"Nei, hún fyllist ekki strax aftur. Ef við náum að hreinsa niður á fullt dýpi, ætli það séu ekki tíu dagar í það enn þá, þá helst höfnin meira og minna opin, það er að segja út frá sandflutningi. Annars fer það eftir veðri og vindum en það var svo sem alltaf gert ráð fyrir því. Það var óheppilegt að þessi óhöpp skyldu ríða yfir strax á fyrsta árinu."
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is