Blik komið í heild sinni inn á Heimaslóð

28.Mars'11 | 09:21

Blik

Síðastliðinn laugardag var haldið málþing í Einarsstofu í Safnahúsinu í tilefni þess að í mars mánuði 2011 eru liðin 75 ár frá því að Blik kom fyrst út.
Blik var blað málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Það var fyrst gefið út árið 1936 og hélt útgáfa þess áfram með stuttum hléum, stundum annað hvert ár, en á stundum árlega til ársins 1980.
 
Athafnamaðurinn og skólastjóri Gagnfræðaskólans, Þorsteinn Víglundsson, var stofnandi þess og ritstjóri og urðu árgangarnir alls 34 á 45 árum. Hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1963 og þar eftir tók hann að mestu við skrifunum í Blik og nefndist þá ritið ársrit Vestmannaeyja. Þorsteinn var kosinn, einróma af bæjarstjórninni, heiðursborgari í Vestmannaeyjum árið 1978 fyrir framlag sitt til menningarmála.
 
Hægt er að skoða Blik á heimaslod.is hér

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.