Glitnir í mál við Guðbjörgu og vill rifta sölu bréfa

Ekki er grunur um saknæma háttsemi

27.Mars'11 | 09:04

Gugga Matt Guðbjörg Mattíasdóttir

Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis.
Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af kaupverðinu var greiddur með hlutabréfum í Glitni, en samtímis var gerður samningur um sölurétt um bréfanna sem varð virkur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað.
 
Guðbjörg Matthíasdóttir seldi síðan 1,71 prósents hlut sinn í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð króna föstudaginn 26. september 2008, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans sem kynnt var í Seðlabankanum mánudaginn 29. september. Ekkert varð sem kunnugt er úr þeim áformum en bréfin í Glitni höfðu hríðlækkað í verði. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna.
 
Láta reyna á riftunarreglur
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slitastjórn Glitnis banka ákveðið að höfða mál gegn Guðbjörgu vegna þessara viðskipta og krefst riftunar á sölu hlutabréfanna að hluta en bankinn tók ákvörðun um málshöfðun eftir að Guðbjörg sinnti ekki áskorunum um greiðslu. Ekki er grunur um saknæma háttsemi og er Glitnir að láta reyna á riftunarreglur í gjaldþrotalögum, en krefjast má riftunar á greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag í ákveðnum tilvikum. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti telst frestdagur sá dagur sem þrotamaður óskaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til að leita nauðasamninga.
 
 
Glitnir telur að Guðbjörg hafi með sölu hlutabréfanna fengið réttindi umfram aðra og kröfuhöfum bankans hafi þannig verið mismunað. Krefst Glitnir leiðréttingar á kaupverði og vill mismun á verðinu sem Guðbjörg seldi hlutabréfin á og gengi bréfanna í Kauphöll daginn sem viðskiptin áttu sér stað, hinn 26. september 2008. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur fjárhæðin á milljörðum króna. Guðbjörg fékk hlutinn í Glitni á genginu 28,45 þegar bankinn keypti tæplega 40 prósenta hlut hennar og nokkurra annarra í TM í september 2007 en aldrei hefur verið gefið upp á hvaða gengi bankinn keypti bréfin af henni þegar hún nýtti sér söluréttinn hinn 26. september 2008.
 
Stefnan var birt nú vikunni og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá vildi Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Guðbjargar, ekki tjá sig heldur þegar eftir því var leitað.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).