Bæjarstjóri og áheyrnarfulltrúi kennara ekki sammála um rekstrarfjáraukningu GRV

24.Mars'11 | 13:57

Barnaskóli

Starfshópur sem skipaður var vegna hagræðingar í rekstri fræðslukerfis Vestmannaeyja hefur undanfarnar vikur fundað stíft með hlutaðeigandi aðilum og átt með þeim marga málefnalega og árangursríka fundi. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun þar sem enn er verið að meta þær hugmyndir sem komu upp við þessa vinnu.
 
Þó liggur strax fyrir að starfshópurinn mun ekki mæla með að hætt verði við niðurgreiðslur vegna þjónustu dagmæðra þar sem slík ákvörðun kippir grundvellinum undan rekstri dagmæðra og takmarkar getu foreldra til að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Starfshópurinn mælir heldur ekki með því að inntöku barna á leikskóla verði seinkað enda hefur ráðið unnið hart að því að auka þjónustustig Vestmannaeyjabæjar með fjölgun leikskólaplássa. Endanleg niðurstaða starfshópsins mun liggja fyrir um mánaðarmótin mars/apríl. Ráðið samþykkir tillögur starfshópsins.
 
Bókun áheyrnarfulltrúa kennara: Fulltrúi kennara í fræðslu- og menningrráði leggur áherslu á að fram komi að rekstrarfjáraukning GRV síðustu fimm árin var 15% en ekki 29% eins og fram kemur í bókunum ráðsins 2. febrúar 2011. Vissulega er 29% rétt frá 2005 til 2009 en síðustu fimm árin, 2006 til 2010, var rekstrarfjáraukning 15%. Þess má geta að rekstrarfé GRV minnkaði um 5% frá 2009 til 2010. Fulltrúi kennara hvetur ráðið til að vanda vinnubrögð.

Elliði Vignisson bókar:
Margítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir fulltrúa kennara að þegar fjallað er um rekstur er unnið upp úr ársreikningum. Þær tölur sem fulltrúi kennara vill miða við lágu ekki fyrir þegar ráðið fjallaði um rekstrartölur. Þá er einnig ástæða til að benda fulltrúa kennara á að sú lækkun sem verður á rekstrarkostnaði milli áranna 2009 og 2010 á sér fyrst og fremst skýringar í ákvörðun stjórnar Fasteignar hf. um afslátt af leigu en tengist ekki innra starfi á nokkurn hátt.
Brigslanir fulltrúa kennara um óvönduð vinnubrögð eru fráleitar. Ráðið fjallaði um erindið og samþykkti einróma. Í kjölfarið fjallaði bæjarstjórn Vestmannaeyja um erindið og samþykkti einnig einróma. Þrátt fyrir skilning á því að kennarar vilji bæði gæta hagsmuna sinna og faglegarar stöðu skólanna þá vekur það furðu að fulltrúi kennara skuli velja að líta sem svo á að það fólk sem veitir skólunum stjórnunarlega forystu sé ekki að vanda vinnu sína.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%