Ölduhæðin ekki að hrjá menn í dag

Þorbjörn Víglundsson bloggar

23.Mars'11 | 12:57

Tobbi

Það var hálf dapurlegt að sjá dæluskipið Skandia við bryggju hér í morgun. Ölduhæð hefur verið undir tveimur metrum upp í Landeyjum frá því í gærkvöldi. Ekki veit ég hver tekur ákvarðanir þegar kemur að þessu skipi en þeir eru að nýta daginn í dag í viðgerðir en höfðu haft fram það þessum degi ansi marga sólarhringa í það. Reyndar hefur þetta skip ekki verið í lagi frá því það kom til landsins, var í druslum áður en það kom og þurfti að fá undanþágu til að sigla yfir hafið. Og kom svo auk þess tveimur mánuðum seinna en samningurinn hljóðaði upp á.
Það er oft talað um að menn séu búnir að ,,skíta upp á bakið á sér" en í þessu tilfelli eru ákveðnir einstaklingar búnir að ,,raðskíta upp á bakið á sér" og allir eru þeir enn í sinni fínu innivinnu.
Samkvæmt samningi átti skipið að vera komið til landsins og að hefja dælingu 15. desember en það byrjaði 16. febrúar. Þratt fyrir erfitt tíðarfar þá getur skipið ekki athafnað sig í tveggja metra ölduhæð eins og talað var um í upphafi heldur þolir það litlu meiri ölduhæð en Perlan. Eru þetta ekki samningsbrot ? Eigendur skipsins vissu nákvæmlega í hvaða standi skipið var þegar sent var inn tilboð í verkið ! Allt í einu er Perlan, eins lélegt skip og það er, orðið að hetju og hefði verið eina vitið að kaupa bara hana til Eyja og nota það skip áfram.
 
Oft hefur einnig fréttaflutningur af þessu Skandia skipi verið hálf fyndinn. Það er verið að segja frá því að tekist hafi að dæla 2000 m3 af sandi....... Lestarrýmið um borð í Guðmundi VE 29 eru 2100 m3....... Og samkvæmt samnignum á að dæla samtals 285.000 m3 á næstu þremur árum en miðað við gang mála og vinnuhættina þá verða þetta þrír áratugir.
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).