Málþing til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssyni

22.Mars'11 | 07:43
Í mars 2011 eru 75 ár liðin frá því Þorsteinn Þórður Víglundsson hóf göngu Bliks, merkasta menningarrits úr Vestmannaeyjum.
Af því tilefni mun Sögusetur 1627 og Bókasafn Vestmannaeyja standa fyrir málþingi til heiðurs Þorsteini.
 
Dagskráin verður í Einarsstofu, anddyri Safnahúss og hefst kl. 14 laugardaginn 26. mars og áætlað að henni ljúki um kl. 16:30.
 
Dagskráin verður auglýst síðar, en meðal efnis má nefna að vinir og samstarfsmenn minnast Þorsteins, kynning verður á Bliki á heimaslóð, myndasýning úr Bliki, fjallað um fyrirhugaðar breytingar á Byggðasafninu, upplestur o.fl.
 
 
Allir hjartanlega velkomnir.
 
 
 
Undirbúningsnefndin

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%